þriðjudagur, júlí 15, 2003

A bus in the University

Fékk fyrir nokkrum dögum síðan bréf frá lyfjafræðideild HÍ sem býður mig velkomna til náms etc. etc. og innihélt einnig þær upplýsingar að skólinn byrjaði 27. ágúst.
Vá, ég er loksins núna að gera mér almennilega grein fyrir því að ég er ekki að fara að taka strætó uppí MH á hverjum morgni í haust... heldur fara uppí HÁSKÓLA og stunda ALVÖRU NÁM og þarf að beita AKADEMÍSKUM VINNUBRÖGÐUM... eða eikkva. Samt er ég aðallega hræddust við fyrstu dagana, að flækjast um rangala einhverra stórra bygginga og finna ekki réttar stofur... hvernig ætli sé að vera busi í Háskólanum?
Hlakka samt voða mikið til að fara í vísindaferðir og kynnast nýju fólki.

Hvað sem því líður langar mig til að kaupa mér hjól til að hjóla á í skólann. Svona ekta kvenreiðhjól með breiðum mjúkum hnakki fyrir rassinn minn, körfu og bögglabera. Og það á að vera rautt.