sunnudagur, júlí 20, 2003

Böö. Vinnivinn.

Hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að afgreiða sömu tvo rússnesku drukknu sjómennina tvö kvöld í röð. Annar þeirra var æstur og öskraði mikið, fannst mjög lélegt af mér að tala ekki rússnesku. Sagði svo að ég talaði of mikið, spurði hvort ég vildi giftast sér og heimtaði að fá að kyssa mig á höndina tvisvar. Hann var sem betur fer aðeins rólegri í dag, fékk bara pítsuna sína og fór.

*********

Það hefur eiginlega legið fyrir síðan ég byrjaði í vinnunni minni að ég þyrfti að vinna yfir verslunarmannahelgina og mér finnst það svosem ekkert hræðilegt. Nú er meira að segja komið í ljós að ég þarf bara að vinna út helgina góðu, svo má ég hætta... ef ég vil. Ég er að hugsa málið...

*********

Aldrei hefði mér dottið í hug að ís gæti verið buttery... fyrr en ég smakkaði Ben & Jerry's Buttery Pecan Icecream. Alveg ágætur sko.