All work and no play make Ella's blog dull.
Úff. Kíkti í partý til Möttu á föstudagskvöldið eftir vinnu en var bara svo grútmygluð og þreytt, þurfti líka að vakna snemma í vinnu á laugardagsmorgun svo ég stoppaði stutt við.
26 tíma vinnubrjálæði á laugardag og sunnudag, stelpan sem var að vinna með mér (hefur unnið þarna í 2 ár) man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann veirð svona mikið að gera yfir heila helgi. Heppin ég. Gekk samt vel.
Guðbjört, Árni og Þröstur kíktu til mín í vinnuna í dag. Það var gaman.
Næturgesturinn að þessu sinni er Gústi. Nú er horfin íbúðin hans, nú á hann hvergi heima.
Rosalega hlakka ég til að fara í sturtu og svo að sofa og sofa og sofa og sofa....
<< Home