,,Enginn veit nokkurn tíma hvað hann á að vilja því hann hefur aðeins eitt líf og getur því hvorki borið það saman við fyrri líf né leiðrétt það í seinni lífum.
Hvort er betra að vera með Teresu eða halda áfram einlífinu?
Engin leið er að prófa hvor ákvörðunin er sú rétta, því ekki er neitt til að miða við. Við upplifum allt nú þegar og óundirbúin. Rétt eins og leikari sem gengur inn á sviðið æfingarlaust. En hvers virði er lífið úr því að fyrsta æfingin á lífinu er lífið sjálft? Þetta er ástæðan fyrir því að lífið er alltaf líkast skissu. En jafnvel orðið ,,skissa" er ekki rétt, því skissa er ætíð uppkast að einhverju öðru, undirbúningur undir málverk, en skissan líf okkar er hins vegar skissa að engu, uppkast án málverks.
Tómas endurtekur fyrir munni sér þýska málsháttinn: einmal ist keinmal, einu sinni er aldrei, einu sinni er ekkert.
Að lifa aðeins einu lífi er eins og að lifa alls ekki."
-Óbærilegur léttleiki tilverunnar e. Milan Kundera
Langt síðan ég hef lesið bók og allt í einu grípur hluti af henni mig gjörsamlega. Langaði bara til þess að deila þessu með ykkur...
En núna liggur fyrir heljarinnar roadtrip til Víkur í Mýrdal og útilega... góðar stundir.
<< Home