Danger danger!
Það kviknaði í vinnunni minni í gærkvöldi.
Þegar ég mætti kl. 10 í morgun stóð stór vöruflutningabíll fyrir utan. Ekkert undarlegt við það, ég hélt að hann væri bara að koma með sendingu af kjöti eða eitthvað. Svo þegar ég kom inn sá ég að búið var að færa nokkra stóra hluti úr stað, og datt mér þá í hug að væri verið að gera einhverja svaka hreingerningu í eldhúsinu. Undarleg tímasetning þó, hugsaði ég. Svo mætti ég mönnum sem voru að bera hluti út og þá laust niður í mig: Staðurinn er farinn á hausinn! Þessir kallar eru að taka hluti upp í skuldir! En rétt eftir það hitti ég eigandann og vaktstjórann og fékk að heyra söguna.
Þetta var reyndar ekkert mikill eldur, hann kom upp í eldhúsinu og skemmdi lítið sem ekkert en helv. sótið sem breiddist víða út er aðal vesenið. Þess vegna var ég bara að þrífa í allan dag, hvert einasta litla snifsi inni á staðnum verður þrifið og djöfull verður allt hreint þegar við erum búin. Vonandi tekst að opna aftur á fimmtudaginn.
Ég fór annars í bókabúð í dag og tyllti mér niður og las tímarit. Við hliðina á mér sat maður sem var að hlusta á Hail To The Thief geðveikt hátt og fannst mér það nokkuð gaman og dillaði mér enda heyrði ég hvert lag greinilega. Þegar hann fór langaði mig helst til að tosa í ermina hans og biðja hann um að vera lengur. Nudda hann kannski í staðinn eða eitthvað. Nei, nú er ég byrjuð að bulla. Bottomline is: mig langar í Discman.
Keypti mér Stupid White Men e. Michael Moore. Ég veit að það er örugglega ekki kúl að vera að lesa hana núna, löngu á eftir öllum, en ég er sjaldan með í svona trendum þegar þau eru "hot". T.d. las ég minn fyrsta Harry Potter 3 árum eftir að hann kom út. Ég nenni nefnilega ekkert að hlaupa á eftir hlutunum, tek þá bara á mínum hraða og er þá bara lummó í staðinn. Fine by me.
<< Home