miðvikudagur, janúar 31, 2007

Flutt!

þriðjudagur, janúar 30, 2007

testing testing

miðvikudagur, desember 20, 2006

Ég kláraði prófin í gær, það var alveg frábær tilfinning... Svaf reyndar aðeins yfir mig í gær en komst á réttum tíma í prófið. Frekar scary samt.

Núna get ég snúið mér að því að hafa áhyggjur af öðrum og skemmtilegri hlutum eins og:
*Er ég nokkuð alltof feit í bikiníinu mínu (nei ekki séns því ég er búin að vera svo dugleg í ræktinni og sko ekki búin að borða neitt nammi í prófunum...djók)
*Hvaða bók á ég að taka með mér í 10 tíma flugið til Kúbu?
*Hvort ætti ég að fá mér mojito eða daquiri á sundlaugarbarnum? (æi skítt með það, þetta er allt innifalið, fæ mér bara bæði)
*Dugar SPF 15 sólarvörn eða þarf ég að fara upp í 25?
*Hvernig sandala á ég að kaupa mér?
*Hvort langar mig í súkkulaði- eða jarðarberjaís?

.... og fleiri afar krefjandi og erfið vandamál.

Svo fæ ég næstum því jólamat því tengdó ætla að bjóða okkur í hamborgarhrygg á morgun og ég ætla að búa til toblerone-jólaísinn hennar mömmu og bjóða uppá í eftirrétt... yum.
Jólaglögg í kvöld með lyfjafræðikrökkum, gaman gaman.
Og er búin að fá eina einkunn (9,5 í eðlislyfjafræði 2) sem er hæsta einkunn sem ég hef fengið í (alvöru) háskólanáminu mínu (ég tek það nú varla með að hafa fengið 9,5 í munnlegri japönsku en það sýnir nú samt hvað ég er gríðarlega fjölhæf.)
Ég er líka búin að kaupa mér massatöff sólgleraugu.

Æi já kæra fólk, öfundið mig aðeins...

föstudagur, desember 08, 2006

Jæja, er stödd heima hjá tengdó í tölvunni þeirra... við erum búin að búa hérna í Skógarselinu síðastliðna 3 daga því að það þurfti að brjóta upp vegg í svefnherberginu okkar til að laga leka í klóakröri frá hæðinni fyrir ofan, afar hressandi.
Hérna hef ég setið við lærdóm með afar nautnafullan ísskáp mér til selskaps. Ég var búin að sitja hérna í heilan dag að læra og var alveg að missa mig (úr hlátri og undrun) yfir látunum í lostafullu nágrannakonunni á hæðinni fyrir ofan, þvílíkar samfarastunur og öskur og það a.m.k. fimm sinnum yfir daginn! Síðan kom á daginn að þessu MJÖG svo raunverulegu hljóð koma í rauninni frá ísskápnum hérna á heimilinu. Hvernig ísskápur fer að því að líkja svona eftir nautnaópum konu er mér hulin ráðgáta en hljóðin eru samt sem áður svo raunveruleg að ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri þetta.

Ákveðinn kostur við að dvelja hér við lærdóm er sá að tölvan mín neitar að tengjast netinu hér á heimilinu þannig að óþarfa bloggráp og baggalútshangs er úr sögunni... annars er auðvitað alltaf langþægilegast að vera heima hjá sér í svona prófalestri, svolítið leiðinlegt að vera útlægur frá heimilinu sínu akkúrat á þessum tíma. En hér er dekrað við mann, o sei sei já. Lítur samt út fyrir að við komumst aftur heim í kvöld.

Fór í fyrsta prófið í gær, eðlislyfjafræði 2. Það gekk bara vel en ég er engan veginn að nenna að byrja á lærdómi fyrir næsta próf, er alveg merkilega lítið stressuð eitthvað og alveg viss um að það reddist.
Jæja, best að fara að gera eitthvað af viti... og þó.

þriðjudagur, október 31, 2006

DJ Arnór says:
yeah but no but yeah but no but
Miss Ella Day says:
don't go giving me evils!
DJ Arnór says:
computer says no
Miss Ella Day says:
so, no bum fun for you then?
DJ Arnór says:
computer says no
Miss Ella Day says:
Margaret!

(Þeir sem fatta ekki eiga að skammast sín og horfa á Little Britain)

e-e-eee! (í anda Anne)

miðvikudagur, október 18, 2006

Snilld.

mánudagur, október 16, 2006

Kúbuferð 23. des - 7. jan: Havana (1 vika) og Varadero (1 vika, á þessu hóteli, all inclusive).














Varadero ströndin


Úje.

þriðjudagur, október 10, 2006

Hmm, ég setti inn voða fína mynd en ég mátti það semsagt ekki og var sökuð um stuld... myndina má aftur á móti finna á þessari síðu: http://www.marz-kreations.com/Nostalgia/CartoonsSongs/CartoonsSongs.html
og undir Belle et Sebastian. Þarna er reyndar fullt af nostalgic cartoon songs, m.a. úr Heidi og fleiru skemmtilegu, jájájá...

Annars er ég orðin móðir! Er núna styrktarforeldri 8 ára gamallar stelpu frá Dóminíkanska Lýðveldinu. Hún heitir Paola María og er alveg agalega sæt. Einhvern daginn ætla ég að skrifa henni bréf á menntaskólaspænskunni minni og leyfa henni að hlæja að mér. Skelli kannski inn mynd af telpunni við tækifæri.

Pravda er spes staður. Þar liggur greddan í loftinu og sveittir rafmagnsverkfræðinördar hlaupa um á sprellanum. It's all true, I saw it.

fimmtudagur, september 14, 2006

Verð bara að benda fólki á hvað heimasíða NFMH er skemmtileg þessa dagana...

Skólinn er byrjaður af fullum þunga og ég er komin með mitt eigið skrifborð og hillu og allt uppi í Haga og reyni því að sitja þar og dunda mér við lærdóm sem stærstan part af sólarhringnum. Stundum þarf ég þó að standa upp frá skrifborðinu og fara í verklegt og búa til VapoRub og undrasmyrsl og fleira skemmtilegt eins og ég gerði í dag. Svo hleyp ég líka stundum eins og ringlaður hamstur á hlaupabretti uppi í Laugum, er að fylgja þessu hérna prógrammi og gengur bara vel.

Ég braut gleraugun mín á sunnudaginn. Ég settist þó hvorki ofan á þau (eins og hún spurði) né var kýld (eins og hún spurði) heldur voru þau bara komin ansi vel til ára sinna (6 ára gömul) og brotnuðu bara í mél í höndunum á mér. Er núna komin með ný gleraugu sem ég hata sko ekki. Mæli annars með Sjón á Laugarveginum, rosa fín þjónusta og 2 fyrir 1 tilboðið er náttúrulega bara snilld, svo heppilega vildi til að Steinar þurfti líka að fara að fá sér ný gleraugu svo við nýttum okkur það til fulls.

Mikið að gera næstu helgar, nýnemadjamm og tilheyrandi 65% spírabolla á morgun, Nick Cave á laugardaginn, matarboð fyrir foreldra okkar Steinars á föstudaginn þar á eftir og svo haustferð Actavis á laugardaginn 23... skilst að það sé eitthvað rosalegt...

fimmtudagur, september 07, 2006

Drukkin kona með kúk fannst á sjötta tímanum í morgun við Tjörnina. Veittist hún að gangandi vegfarendum, ógnaði þeim með úrgangnum og lét ófriðlega.
Ekki er vitað hvort kúkurinn hafi verið konunnar eða einhvers annars en að sögn sjónarvotts var þetta: ,,...heljarinnar lortur, og kæmi mér ekki á óvart að hann væri undan einhverjum villimanni."
Viðmælandi bætti þó við að atvikið hefði komið honum skemmtilega á óvart og fyrst hefði hann talið að um gjörning væri að ræða hjá Götuleikhúsinu.

Ekki náðist í Björk Guðmundsdóttur vegna málsins.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Víhíhí















Ég og Svanhvít að borða snakkk.













Ég og Svanhvít að hoppa á hlaðinu heima.

Var s.s. að fara í gegnum gamlar myndir í dag, smá trip down memory lane...

laugardagur, ágúst 19, 2006

Jæja, eitt stykki próf var massað í gær, fyrir utan það að ég held ég hafi klikkað á 8% spurningu um beta 1 viðtaka og svo mundi ég ekki alveg LaPlace jöfnuna (hvað rugl er það annars að láta mann læra jöfnur utanað, jöfnublöð gott fólk, jöfnublöð!)...
Eins og mín er von og vísa svaf ég ekki nema í 3 tíma nóttina fyrir prófið, kom síðan heim drulluþreytt og ætlaði að leggja mig lengi lengi en tókst ekki að sofna nema í klukkutíma og var síðan bara hálfgerður uppvakningur restina af deginum.
Herdís litlasys kom í heimsókn og verður hjá okkur fram á sunnudag, af því tilefni fórnuðum við lambalæri sem ónefnd búð hafði áður gefið okkur í risastórri gjafakörfu ásamt fleira dóti því að við kvörtuðum undan ótrúlegra lélegri og dónalegri þjónustu. Höfðum aldrei eldað lambalæri áður en það tókst bara ágætlega, full mikill matur fyrir þrjá samt...

Ég ætlaði að skoða dagskrá menningarnætur og finna út eitthvað sniðugt til að sjá en heimasíðan er svo voðalega flott og fansí að það er ekki hægt að finna neitt þar. Mætti ég þá frekar biðja bara um dagblað eða eitthvað.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Vissuð þið að....

23. apríl er hinn alþjóðlegi dagur bókarinnar, í Katalóníu er hann dagur elskenda og er "National Beer Day" í Þýskalandi?
Ekki skrítið að ég lesi mikið, sé heppin í ástum og finnist bjór góður.

23. apríl, 1983

Hvað gerist merkilegt á þínum afmælisdegi?

(og hættu svo þessu kjaftæði Elín og haltu áfram að læra fyrir prófið á morgun)
(já en ég er búin að vera svo dugleg og átti alveg inni þessa 15 mín pásu sem er reyndar orðin að hálftíma)
(nei nú hringi ég í Jens)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Tilbúin í slaginn

Skriðin á lappir, búin að borða hollan morgunmat, lesa moggann (frábær pistill um Rock Star Supernova eftir Berg Ebba), hella upp á kaffi og kíkja á tölvupóstinn.
Nú skal lífeðlisfræðin mössuð, and then some. Þarf bara að forðast að kíkja út um gluggann þar sem sólin skín og sumarið ríkir.

ps. ég er í pilsi

Tónlistin: Mind over money m. Turin Brakes

mánudagur, ágúst 14, 2006

Margt fer öðruvísi en ætlað er...

...eins og unga stúlkan sem ætlaði að vera heima að læra á laugardagskvöldið en endaði hvolfandi hverju staupinu á fætur öðru ofan í sig á Rex (!!!) - sagði.

Hope there's someone með Antony & The Johnsons og Untitled með Interpol eru svo ansi ágæt og fín og kósý lög.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Mig vantar alveg fáránlega mikið svona kassettu sem hægt er að tengja við iPod svo ég geti hlustað á tónlist í bílnum þegar ég rúnta uppí Hafnarfjörð og til baka... úbartið er nefnilega bilað og ég er orðin ansi leið á þessari einu kassettu sem er til á heimilinu, reyndar ágætis jazz með Keith Jarrett á annarri hliðinni en Beethoven ópera á hinni... eða bara ef eitthvað gott fólk vill gefa mér kassettur, það væri nú fallega gert. Það er nefnilega heldur ekki til kassettutæki á heimilinu svo ég get ekki tekið upp mínar eigin. Einu sinni átti ég rosa töff kassettu með NKOTB*, those were the days...

Ég er að læra fyrir sumarpróf - held ég hafi aldrei verið búin að frumlesa allt efnið heilli viku fyrir próf. Það ætti að vera gott... samt er ég fáránlega stressuð.

Er að lesa The World According to Garp, hún er góð. Oooog núna ætla ég að fara að hlaupa heila 2,4 km á meðan Steinar eldar handa mér góðan kjúkling, vííí

*New Kids On The Block, en ekki hvað...

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Í gær fór ég í bíó á Pirates of the Caribbean, hún var alltílæ og alveg þokkaleg skemmtun, geispaði samt soldið mikið enda vinnandi kona sem á ekki að vera á neinu útstáelsi seint á virkum kvöldum. Myndin minnti mig á hvað það er gaman að spila Monkey Island 3 (sérstaklega út af voodoo konunni), þarf að fara að kíkja á hann aftur bráðum.

Í dag fór ég á línuskautanámskeið og ég datt og fékk blóð og marblett. Rosalega er langt síðan maður hefur gert það, dottið og meitt sig... Annars var þetta námskeið fínt, ég lærði að halda jafnvægi, renna mér smá og stoppa sæmilega, sem er frábær árangur miðað við hvernig ég var fyrst. Það væri kannski ekki algalið að kaupa sér skauta ef ég finn eitthvað hæfilega ódýrt... sá samt ógeðslega flotta skauta í Útilíf á 25.000 kall... njeeh, held ég sleppi því.
Eftir námskeiðið var ég rosa þyrst og keypti mér appelsín og það var gallað, alveg goslaust! Ojjbara... og núna er ég með linsu í auganu sem fannst svo gaman á skautanámskeiði að hún vill ekki fara úr auganu á mér.
Er farin inn á bað með flísatöng...

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Punktablogg! Easy to do and easy to read!

*Konan á efri hæðinni er að viðra kápurnar sínar úti í garði. Mér finnst fyrir vikið eins og garðurinn sé fullur af virðulegum kvenfélagskonum að hanga...

*Er að fara á Belle & Sebastian á morgun og langar af því tilefni að gefa ykkur þetta lag...
og svo er þetta lag líka fáránlega ávanabindandi.

*Heilsan er orðin ágæt bara, fæ stundum svolítið illt í lungun og er voða mikið að passa mig að verða ekki kalt og fara vel með mig, þetta getur víst verið nokkra mánuði að jafna sig að fullu.

*Ég er að lesa um kynfæri í lífeðlisfræðibókinni minni.

*Það er gaman að vinna á tilraunastofu þegar maður þarf ekki að vaska upp. Það er ekki gaman að vaska upp 5 lítra glerbikarglös (já, þau eru á stærð við fötu!) sem eru útklístruð í stílafeiti. Maður verð samt alveg voðalega mjúkur á höndunum upp að olnbogum á eftir, handsnyrting hvað?

*Ég er orðin sambýliskona.

Að lokum:

mánudagur, júlí 10, 2006

-Ég er officially orðin lungnasjúklingur.... yep, ég greindist með berkjubólgu í dag, ekki skrítið að ég hafi ekki verið hress síðustu 2-3 vikur! Er komin á einhvern ofursýklalyfjakúr, er núna með bullandi hita... sumarið er hálfnað og mér finnst ég gjörsamlega hafa misst af því hingað til.
No tan, no money in the pocket... jæja, ég er þó allavega ekki með berkla.
Átti ágætis helgi áður en mér sló niður í þriðja sinn, fór út að borða með góðu fólki á Tapasbarinn á föstudaginn og drakk svo fancy kokkteila og viskí og spjallaði um súrt blæti.
Kíkti svo aðeins heim í sveitina í gær, í glæsilegar kökur og grillveislu.

- Jamm, síðan mín er ekki skemmtileg þessa dagana. Tvær síður sem aftur á móti eru mjög skemmtilegar eru: nataliedee.com og marriedtothesea.com. Mæli með þeim. Meðfylgjandi mynd er af þeirra síðarnefndu.





















-Ég sá bíl með einkanúmerið XXXXXX um daginn. Má svona?

mánudagur, júní 26, 2006

Ég var að fatta að Madonna er eldri en pabbi minn.

Annars er ég bara ennþá lasin og almennt óhress með það.
Curb Your Enthusiasm, 24 og Desperate Housewives eru þó að gera góða hluti í stöðunni.

föstudagur, júní 23, 2006

Hálsbólga og eyrnaverkur, stíflað nef og þungur haus, hrollur sem fer ekki þrátt fyrir flíspeysu og teppi...
Stofuborðið fyrir framan mig: Strepsils, nefsprey, fullur ketill af lakkrísrótartei, kanínubolli, snýtubréf. Skeið sem ég notaði til að borða ís áðan.
Léleg rómantísk bíómynd rúllandi í sjónvarpinu.
Sumar og sól úti.

Huff.

þriðjudagur, maí 30, 2006

Well well well, allar einkunnir komnar í hús (meðaleinkunn: 8,25, er alveg sátt við það) og er byrjuð að vinna hjá Actavis. Skrýtið að venjast þessu 8-4 líferni, hef ekki verið í þannig vinnu síðan sumarið 2002! Ég er s.s. aðstoðarmanneskja á rannsóknarstofu og það er bara mjög spennandi og gaman, það er ekki alveg jafn gaman að keyra uppí Hafnarfjörð á hverjum degi en ég lifi það af þrátt fyrir að hafa varla keyrt neitt síðan ég fékk bílprófið...

Allar helgar í sumar eru að fyllast af plönum, næstu helgi er Guðbjört að fara að gifta sig (!) og er þar með fyrsta vinkona mín sem gerir eitthvað svoleiðis. Agalega fullorðins eitthvað.
Helgina eftir það er svo brúðkaup úti á landi hjá frændfólki Steinars, fyrstu helgina í júlí er humarhátíð og svo á víst að kíkja í einhverja útilegu líka. Ætla heldur ekki að missa af Belle & Sebastian & Emiliönu Torrini tónleikum í júlí... fjúff. Það er aldrei frí.

Guðbjört var gæsuð á afar dannaðan hátt á sunnudaginn. Henni var komið á óvart í sundi með jarðarberjum og belgísku konfekti, kanínueyrum og blómakransi. Svo var hún dregin út að borða og fékk dónalegan eftirrétt... og hélt að kvöldið væri búið. En nei, við brunuðum heim til hennar á undan henni og vorum áður búnar að skreyta íbúðina með blöðrum og kertum, kæla freyðivín og beilís og baka tippaköku (sem ég á heiðurinn af, hehe. Get vonandi sýnt myndir einhvern tímann) og þannig fékk hún surpræs partý þegar hún kom heim til sín. Frábær dagur.

Ég er svo þreytt að ég er engan veginn að ná að skrifa jafn skemmtilegt blogg og mig langar að gera. ,,Andinn" er greinilega farinn að sofa.
En þetta finnst mér ógeðslega fyndið.
Góða nótt.

fimmtudagur, maí 11, 2006

BÚIN! og gekk svona líka glimrandi vel í síðasta prófinu, greinilegt að Eirberg 201 er lukkustofan mín... Fór síðan niðrí bæ og hitti ektakvinnuna og fékk afmælisgjöf um mikinn fnyk.
Nú ætla ég að fagna sumri með því að leggja mig (svaf frá kl. 1-5 í nótt) og borða síðan góðan mat í kvöld, drekka rauðvín og slappa af, síðan er út að borða og djamm á morgun með lyfjafræðikrökkunum.
Cannizzaro, Robinson, Williamson, Hoffmann, Wolff-Kishner, Wittig, Claisen, Dieckmann, Michael, Curtius og fleiri góðum mönnum þakka ég samfylgdina í bili. Frekar vil ég lesa nærfatabækling Hagkaupa en eitthvað sem þessir kauðar tengjast....




Glæsilegt par, Cannizzaro og glyðran.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Dance the night away by karchan85
Name
What you Look like
The MusicRock
Quiz created with MemeGen!

laugardagur, maí 06, 2006

Í dag:

*fékk ég blóm
*fékk ég góðan hádegismat
*fékk ég vínarbrauð og kaffi í eftirrétt
*er sumar úti (næstum því)
*massaði ég eitt stykki lífefnafræðipróf
*er ég hálfnuð í prófum
*er ég gjörsamlega ekki að nenna að halda áfram að læra
*langar mig frekar mikið til að skella inn mynd af mér í prófabuxunum góðu (eldgamlar og ljótar joggingbuxur af karli föður mínum) og með prófahúfuna en þá þyrfti ég að hlaða myndavél og finna kapal og eitthvað vesen sem væri reyndar fyrirtaksafsökun fyrir því að fresta lærdóm og þetta er orðin svolítið löng setning svo um að gera að hafa hana aðeins lengri og svo búið.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Áskorun!

Farðu á Wikipedia, veldu random article og lestu greinina sem kemur upp. Hugsaðu síðan: ,,Vá hvað það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt, ég er betri manneskja með þessa vitneskju í farteskinu!" Og svo máttu gjarnan deila því með okkur í kommentakerfinu hvaða grein þú fékkst upp... Ég fékk að fræðast um rússneska prinsessu.

Annars ráða próf nú ríkjum, var í síðasta tímanum í dag þannig að núna get ég lagt allan sólarhringinn undir lestur. Aldrei verður jafn freistandi að drita djúpþenkjandi vangaveltum á bloggið sitt en ég ætla nú að reyna að neita mér um það, lesendum mínum vafalaust til mikillar angistar. Eins og fyrri daginn.

Bone Machine með Pixies er ógeðslega skemmtilegt lag.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

You Are a Henna Gaijin!

You're not Japanese, but you wish you were!
You can use chopsticks with your eyes closed, and you've memorized hundreds of Kanji.
You even answer your phone "moshi moshi."
While the number of anime videos you've seen is way higher than the number of dates you've been on, there's hope.
Play the sexy, mysterous gaijin, and you'll have plenty of Japanese meat.
What's Your Japanese Subculture?


Furðu nálægt raunveruleikanum, ég kann að borða með prjónum, kann þó nokkur kanji og hef bara farið á eitt deit. Annars afþakka ég japanskt kjöt, þeir eru alltof kvenlegir greyin (nema Toshiro Mifune, wrarr....)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Asnalegt að hafa skrifað nokkrar bloggfærslur en geta ekki publishað og geyma þær... og svo núna finnst mér út úr kú að pósta þeim því þær eru old news og asnalegar.

Ég þarf semsagt að nota IE til að blogga og þykir það heldur súrt í broti. En í dag (semsagt á þriðjudaginn síðasta) var ég að klára síðasta verklega tímann minn í vetur og fór líka í klippingu, litun og strípur. Í gær (mánudaginn síðasta) keypti ég mér svo fínan kjól (í fyrsta sinn á ævinni) og gullskó!!! Haldiði að maður verði fínn í London á laugardaginn, o seisei já... Er hálf eirðarlaus af tilhlökkun og gengur illa að læra, langar bara að spóka mig í fínu fötunum fyrir framan spegilinn og naglalakka mig og eitthvað. Svona lífið sem Victoria Beckham hlýtur að lifa sem aðþrengd eiginkona.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Testing testing.

föstudagur, mars 17, 2006

Drukknidrukkn

Það er orðið ansi súrt þegar maður gleðst næstum því yfir að það sé föstudagur þegar maður er að veikjast því þá jafnar maður sig vonandi yfir helgina og missir ekkert úr skólanum! Í það minnsta væri djö. vesen að missa af verklegu og þurfa að ná því upp einhvern tímann seinna...
Annað eyrað mitt er s.s. með eitthvað bólgubögg og það er sárt að kyngja, geispa o.s.frv. Svo er ég líka aum í hálsinum og líður eins og ég sé með hita (svona ,,bómull inni í hausnum" tilfinning). Ég er með það á tilfinningunni að ef ég passi mig ekki þá gæti ég orðið fárveik, annars slepp ég líklega og verð bara slöpp í nokkra daga.
Dæmigert að það sé allt að gerast í kvöld, vísundaferð í Lyf og heilsu og raclette-matarboð hjá Björk og Svenna... stefnir allt í rólegt kvöld hjá mér yfir skólabókunum (les. sjónvarpinu, með góðum ásetning til að fara að læra) og fljótandi fæði því það er of mikið vesen að tyggja... jeij, ég gæti þá allavega fengið mér bjór *hóst*

En já, drukknið sem ég vísa til í titli þessa bloggs er í skýrslum; þarf að skila ca. einu og hálfu tonni af svoleiðis áður en ég get byrjað að læra fyrir próf (les. opna rykfallnar skólabækurnar í fyrsta sinn á önninni), yay me.

Drykkur til að forðast sem djöfullinn væri: Lime-Toppur m. vítamínum! Bragðast eins og blanda af Treo og uppþvottalegi (með smá limelykt). Hefði aldrei trúað að það væri hægt að gera sódavatn svona vont, varð óglatt strax e. fyrsta sopa.