fimmtudagur, september 07, 2006

Drukkin kona með kúk fannst á sjötta tímanum í morgun við Tjörnina. Veittist hún að gangandi vegfarendum, ógnaði þeim með úrgangnum og lét ófriðlega.
Ekki er vitað hvort kúkurinn hafi verið konunnar eða einhvers annars en að sögn sjónarvotts var þetta: ,,...heljarinnar lortur, og kæmi mér ekki á óvart að hann væri undan einhverjum villimanni."
Viðmælandi bætti þó við að atvikið hefði komið honum skemmtilega á óvart og fyrst hefði hann talið að um gjörning væri að ræða hjá Götuleikhúsinu.

Ekki náðist í Björk Guðmundsdóttur vegna málsins.