Í gær fór ég í bíó á Pirates of the Caribbean, hún var alltílæ og alveg þokkaleg skemmtun, geispaði samt soldið mikið enda vinnandi kona sem á ekki að vera á neinu útstáelsi seint á virkum kvöldum. Myndin minnti mig á hvað það er gaman að spila Monkey Island 3 (sérstaklega út af voodoo konunni), þarf að fara að kíkja á hann aftur bráðum.
Í dag fór ég á línuskautanámskeið og ég datt og fékk blóð og marblett. Rosalega er langt síðan maður hefur gert það, dottið og meitt sig... Annars var þetta námskeið fínt, ég lærði að halda jafnvægi, renna mér smá og stoppa sæmilega, sem er frábær árangur miðað við hvernig ég var fyrst. Það væri kannski ekki algalið að kaupa sér skauta ef ég finn eitthvað hæfilega ódýrt... sá samt ógeðslega flotta skauta í Útilíf á 25.000 kall... njeeh, held ég sleppi því.
Eftir námskeiðið var ég rosa þyrst og keypti mér appelsín og það var gallað, alveg goslaust! Ojjbara... og núna er ég með linsu í auganu sem fannst svo gaman á skautanámskeiði að hún vill ekki fara úr auganu á mér.
Er farin inn á bað með flísatöng...
<< Home