laugardagur, ágúst 12, 2006

Mig vantar alveg fáránlega mikið svona kassettu sem hægt er að tengja við iPod svo ég geti hlustað á tónlist í bílnum þegar ég rúnta uppí Hafnarfjörð og til baka... úbartið er nefnilega bilað og ég er orðin ansi leið á þessari einu kassettu sem er til á heimilinu, reyndar ágætis jazz með Keith Jarrett á annarri hliðinni en Beethoven ópera á hinni... eða bara ef eitthvað gott fólk vill gefa mér kassettur, það væri nú fallega gert. Það er nefnilega heldur ekki til kassettutæki á heimilinu svo ég get ekki tekið upp mínar eigin. Einu sinni átti ég rosa töff kassettu með NKOTB*, those were the days...

Ég er að læra fyrir sumarpróf - held ég hafi aldrei verið búin að frumlesa allt efnið heilli viku fyrir próf. Það ætti að vera gott... samt er ég fáránlega stressuð.

Er að lesa The World According to Garp, hún er góð. Oooog núna ætla ég að fara að hlaupa heila 2,4 km á meðan Steinar eldar handa mér góðan kjúkling, vííí

*New Kids On The Block, en ekki hvað...