föstudagur, mars 17, 2006

Drukknidrukkn

Það er orðið ansi súrt þegar maður gleðst næstum því yfir að það sé föstudagur þegar maður er að veikjast því þá jafnar maður sig vonandi yfir helgina og missir ekkert úr skólanum! Í það minnsta væri djö. vesen að missa af verklegu og þurfa að ná því upp einhvern tímann seinna...
Annað eyrað mitt er s.s. með eitthvað bólgubögg og það er sárt að kyngja, geispa o.s.frv. Svo er ég líka aum í hálsinum og líður eins og ég sé með hita (svona ,,bómull inni í hausnum" tilfinning). Ég er með það á tilfinningunni að ef ég passi mig ekki þá gæti ég orðið fárveik, annars slepp ég líklega og verð bara slöpp í nokkra daga.
Dæmigert að það sé allt að gerast í kvöld, vísundaferð í Lyf og heilsu og raclette-matarboð hjá Björk og Svenna... stefnir allt í rólegt kvöld hjá mér yfir skólabókunum (les. sjónvarpinu, með góðum ásetning til að fara að læra) og fljótandi fæði því það er of mikið vesen að tyggja... jeij, ég gæti þá allavega fengið mér bjór *hóst*

En já, drukknið sem ég vísa til í titli þessa bloggs er í skýrslum; þarf að skila ca. einu og hálfu tonni af svoleiðis áður en ég get byrjað að læra fyrir próf (les. opna rykfallnar skólabækurnar í fyrsta sinn á önninni), yay me.

Drykkur til að forðast sem djöfullinn væri: Lime-Toppur m. vítamínum! Bragðast eins og blanda af Treo og uppþvottalegi (með smá limelykt). Hefði aldrei trúað að það væri hægt að gera sódavatn svona vont, varð óglatt strax e. fyrsta sopa.