miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Tilbúin í slaginn

Skriðin á lappir, búin að borða hollan morgunmat, lesa moggann (frábær pistill um Rock Star Supernova eftir Berg Ebba), hella upp á kaffi og kíkja á tölvupóstinn.
Nú skal lífeðlisfræðin mössuð, and then some. Þarf bara að forðast að kíkja út um gluggann þar sem sólin skín og sumarið ríkir.

ps. ég er í pilsi

Tónlistin: Mind over money m. Turin Brakes