Jæja, eitt stykki próf var massað í gær, fyrir utan það að ég held ég hafi klikkað á 8% spurningu um beta 1 viðtaka og svo mundi ég ekki alveg LaPlace jöfnuna (hvað rugl er það annars að láta mann læra jöfnur utanað, jöfnublöð gott fólk, jöfnublöð!)...
Eins og mín er von og vísa svaf ég ekki nema í 3 tíma nóttina fyrir prófið, kom síðan heim drulluþreytt og ætlaði að leggja mig lengi lengi en tókst ekki að sofna nema í klukkutíma og var síðan bara hálfgerður uppvakningur restina af deginum.
Herdís litlasys kom í heimsókn og verður hjá okkur fram á sunnudag, af því tilefni fórnuðum við lambalæri sem ónefnd búð hafði áður gefið okkur í risastórri gjafakörfu ásamt fleira dóti því að við kvörtuðum undan ótrúlegra lélegri og dónalegri þjónustu. Höfðum aldrei eldað lambalæri áður en það tókst bara ágætlega, full mikill matur fyrir þrjá samt...
Ég ætlaði að skoða dagskrá menningarnætur og finna út eitthvað sniðugt til að sjá en heimasíðan er svo voðalega flott og fansí að það er ekki hægt að finna neitt þar. Mætti ég þá frekar biðja bara um dagblað eða eitthvað.
<< Home