The Scottish Fairytale
(or the tale of the scottish fairy)
Síðasta föstudagskvöld fór ég í vísindaferð í
Lyfju ásamt fleiri
hressum lybbum. Reyndar var bjórinn fáranlega fljótur að klárast (ég fékk bara tvo... en reyndar tvö hvítvínsglös líka svo ég get ekki kvartað) en ágætis snittur voru á boðstólum. Lyfjufólkið var líka með ágætis fyrirlestra, áhugaverða og ekki of langdregna.
En svo um 11-leytið kom rúta og ferjaði liðið niðrí bæ, nánar tiltekið á Hverfisbarinn þar sem við erum með afslátt á barnum. Þar var leikið sér og dillað, illmenni skvetti kertavaxi yfir flauelsbuxurnar mínar og fleira. Svo um 3-leytið var ég orðin ansi pirruð á staðnum (aðallega músíkinni) og var eiginlega bara á leiðinni heim og var komin út af hvebbaranum þegar þessi líka myndarlegi ungi maður stoppaði mig.
Hann spurði hvort ég gæti sýnt honum ,,the best icelandic clubs" á þessari líka yndislegu skosku (get ekki að því gert að ég kikna barasta í hnjánum þegar ég heyri flottan skoskan hreim,
líklega thanx to mr. McGregor &
Trainspotting...) en ég sagðist nú eiginlega bara vera á leiðinni heim. Þá grátbað greyið mig, sagðist vera búinn að týna vinum sínum og rataði ekkert og sagðist skyldu gefa mér bjór ef ég sýndi honum klúbba! Ég sagðist nú ekkert hafa á móti því að sýna honum klúbba en tók það fram að ég ætti kærasta þannig að ef hann væri eitthvað að fiska þá þyrfti hann að róa á önnur mið. Hann ljómaði allur upp við þetta og sagði: "No no, that's allrigh', I'm gay!" Svo komst ég að því að hann hét Dave, var 24 ára og frá Glasgow.
Þá sá ég bara ekkert því til fyrirstöðu að sýna honum einhverja skemmtilega staði og byrjaði á því að sýna honum Sirkus en hann var nú voða lítið hrifinn af því. Svo sagðist hann hafa heyrt um Spotlight og Nasa og vildi kíkja þangað, þannig að ég rölti með honum niðrí bæ og við fórum inn á Kapital því Spotlight er náttúrulega dáið (er það ekki annars?) og fengum okkur äpfelschnaps... svo tók gaurinn nokkur dansspor á hálftómu dansgólfinu og ég get svarið að ég hef aldrei séð jafn undarlegan en skemmtilegan dansstíl, einhvers konar arty-breik-eitthvað. Kapital var samt ekki að gera sig svo við héldum af stað á Nasa en stoppuðum á Austurvelli því Dave þurfti allveg nauðsynlega að leyfa mér að heyra lög með uppáhalds hljómsveitunum sínum, Yo la tengo og Prick. Hann var með discman með sér og nokkra diska svo við sátum í góða stund og hlustuðum á lög og spjölluðum. Ætluðum svo á Nasa en það var búið að loka svo við röltum aðeins aftur upp Laugaveginn.
Ég fattaði svo að Raggi var að dj-a á Kofanum svo við kíktum þangað og tókum bara brjálað dans-session með Áslaugu, Leu, Eygló, Erlu og einhverri
kvensu í annarlegu ástandi. Og eins og fyrr um kvöldið skemmti ég mér stórkostlega við að horfa á Dave dansa og sömuleiðis að dansa við hann... sannkallað dancemachine!
Við trölluðum á Kofanum til 5 eða 6 og löbbuðum svo með Ragga heim og kíktum aðeins inn til hans, en þegar Dave og Raggi voru komnir út í aðeins of miklar tónlistarpælingar, farnir að spila lög fyrir hvorn annan og svona þá ákvað ég að drulla mér heim enda klukkan að verða 7.
Þetta var allavega eitt af skemmtilegustu djömmunum mínum (á þessu ári allavega), alltaf gaman þegar eitthvað svona alveg óvænt kemur upp á, verst hvað mér finnst það gerast sjaldan núna í seinni tíð... og það er ekki spurning að ég hef uppi á Dave næst þegar ég fer til Skotlands, enda er hann geggjað skemmtilegur og krútt með meiru... jeminn, ég held að það sé kominn svefngalsi í mig, ég er farin að skrifa geggt gelgjulega, ómægod!
Og svo er önnur vísindaferð núna á föstudaginn, jesús, hvað ætli gerist þá ;)