sunnudagur, nóvember 30, 2003

Ehemm, ég er nú ekki almennt mikið fyrir að klína svona quizzum á bloggið mitt, en ég bara varð, þetta er nú einu sinni uppáhalds hljómsveitin mín...

Immerse Your Soul In Love
You are Street Spirit...Very Artsy, You love a good
time (when you let yourself have one) and
You're always the one seeing the side that most
don't...you appreciate the world for what it
is, though it's tough sometimes.


What Radiohead Song are you?
brought to you by Quizilla

Væri ekki gaman ef öll blogg væru svona innihaldsrík...

Annars hef ég nú ekkert efni á að vera að rífa mig, hef ekki frá neinu að segja nema að ég er búin að hanga í allan dag, læra ekkert og City of God var mjög góð.
Svo er ég líka soldið á spá í að fara að jólaskreyta á morgun, þá er jú líka kominn desember.
Takk fyrir áheyrnina og góðar stundir.

laugardagur, nóvember 29, 2003

Í dag sit ég og les efnafræði. Er basically að lesa alla efnafræðibókina mína og glósa það sem ég tel merkilegt... eitthvað sem hefði verið mjög sniðugt að byrja á í september en ekki núna. Það verður heljarinnar vinna að komast yfir þetta fyrir prófið (18. des) en mér MUN takast það og mér MUN ganga vel á prófinu. JessörríBob.
Á rúnti mínu um bloggheima rakst ég á Soffíu frænku mína ekki alls fyrir löngu, og hef ákveðið að skella henni á linkalistann í tilefni af lesefni dagsins, en hún er einmitt að kenna efnafræði í MH núna.
Einnig herma fregnir að tík ein hafi hafið upp raust sína á vefnum og er það vel...

Er annars að spá í að bjóða Atla í bíó í kvöld, á City of God. Er ég ekki góð?

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Ef það er eitthvað sem mér finnst óhugnalegt þá eru það jólasveinarnir sem hanga utan á Eymundsson í Austurstræti.
Þeir hanga utan á veggnum eins og þeir hafi verið hengdir þar til að deyja drottni sínum, og ekki nóg með það heldur líta þeir líka út fyrir að hafa hangið þar lengi, svo lengi að þeir eru orðnir uppþornaðar múmíur *hrollur*

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Bara verð að koma þessari frábæru grein á framfæri.

Ég hef löngum verið á móti hverskonar manngreinaráliti á linkalistum en mér finnst nú barasta ekki hægt lengur að láta mínar kæru Svanhvíti og Þuru hírast á botninum, ég meina, hversu mikið er hægt að refsa manneskjum fyrir að vera aftarlega í stafrófinu? Þær fá hér með heiðurssæti á toppnum, ásamt strák mínum auðvitað. Pöpullinn fær svo að standa óbreyttur en munið að öll dýrin eru jöfn þó sum séu jafnari en önnur…

Ég er annars búin að finna frábæra leið til að ná að hitta vini yfir prófatímann, þ.e.a.s. ef báðir aðilar eru í prófum. Málið er að mæla sér mót á kaffihúsi (Þura: við förum ekki á Kaffibrennsluna, manstu hvað gerðist síðast? ;) snemma um morgun (opna þau ekki flest kl. 9?) og fá sér kaffi/te/kók/whatever og spjalla soldið og en ákveða að vera ekki lengur en klukkutíma. Þannig rífur maður sig á fætur (ég fer t.d. sjaldan ótilneydd á fætur fyrir hádegi), hressist af kaffinu og því að drífa sig út úr húsi og fær vonandi hressandi pep-talk frá vini sínum og þannig líður manni eins og maður sé ekki Palli einn í heiminum að mygla yfir skruddunum. Svo ef á að taka daginn með trukki drífur maður sig barasta á Gráa köttinn kl. 7, fær sér eitt stk. svakamorgunverð (trukk), spjallar smá og tekur svo bækurnar með tilhlaupi.
Annars væri náttlega líka voða hressandi og hollt að hitta vinina spriklandi í ræktinni snemma á morgnana eins og mér sýnist sumar ætla að gera… en mér persónulega finnst kaffihúsarottuleiðin meira sjarmerandi… Hvað finnst ykkur, kæra fólk?

Jákvæðni dagsins: Mikið rosalega er gott að labba úti þegar veðrið er svona gott og fallegt eins og í dag. Hressandi kuldi, samt alveg stillt og heiðskýrt og sólin skín og litar snjóinn fallegum bjarma… ahhh, væmnivæmnivæmni….
Held að ég sé búin að finna mína ideal líkamsrækt yfir prófatímann.

Skólablogg eru alltaf skemmtileg. Allavega fyrir þá sem líka eru í skóla = þjáningasystkin.
Skilaði í dag 14 blaðsíðum af efnafræðiskýrslum... það voru reyndar 3 stk en ekki ein löng sem betur fer. Til þess að gera þetta þurfti ég að bíða í 20 mín. eftir tölvu í yndislega tölvuverinu í VR-II til að geta prentað út, en það liggur við að biðin hafi borgað sig því mikið obboslega var gott að skila þessu dóti. Er samt farin að sjá að það er heimskulegt að eiga ekki prentara. Skilaði svo líka skápnum í leiðinni, guð blessi Harald...
Svo kom hún Tinna til mín í kvöld og við byrjuðum á eðlisfræðiverkefni og það gekk bara ótrúlega vel, erum næstum búnar. Hér má sjá athyglisverða hreyfimynd sem útskýrir hvernig efnarafali virkar.
Svo tók ég aðeins til í kommentakerfinu, hún Halla fær að hvíla sig á linkalistanum þar til ákveður að byrja að blogga á ný en í staðinn kemur hún Halldóra, heitkona Orra. Kannski þarf ég að hreinsa betur til á linkalistanum ef sumir hætta ekki að láta dólgslega á kommentakerfinu.

Fer svo í vettvangsferð í Lyfju í Lágmúla kl. 9 í fyrramálið. Hve æsispennandi líf mitt er...

mánudagur, nóvember 24, 2003

Jæja, fyrst fólk er farið að koma með hótanir á kommentakerfinu þá er nú vísara að skrifa eitthvað smá...
Er búin að vera viðbjóðslega busy og það aðallega í að klára einhver aula-verkefni sem kennurum finnst sniðugt að skella á mann í lok nóvember, ég segi bara eins og Þura, það verður fínt að ljúka þessum skít af og geta farið að læra undir blessuð prófin!
Ég fór annars að heimsækja ástkæra foreldra mína og systkini um helgina í sveitinni. Það var indælt og með eindæmum afslappandi og ég náði að klára skýrslur um massamælingar, ljósmælingar og fatta hvernig á að gera gröfin í spennutítrunardraslinu. Þessu dóti þarf ég svo að skila á morgun, á föstudaginn þarf að skila eðlisfræðihópverkefni (sem við erum ekki byrjaðar á) og 2. des þarf að skila þremur heimsóknarskýrslum í Nám og störf í lyfjafræði (ekkert mál svosem).
Annars er ég svolítið að spá í hvort ég eigi að taka mér bloggpásu framyfir próf, eða til 18. des. Ef ég þekki þó sjálfa mig rétt mun ég ekki geta setið á strák mínum og mun örugglega tjá mig eitthvað, á borð við : ,,AAAAAArrrggghhhh, einungis 17 klst í próf og ég er bara búin að komast yfir helminginn af efninu!!!!!" og svoleiðis. En ég er ekki búin að ákveða mig svo ekki taka þessa bloggpásu alvarlega... fyrst um sinn.

PS. djöfull langar mig á maraþonsýningu á Lord of the rings trílógíunni...

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Vísindaferð föstudagsins var ágæt, og sérstaklega þá góðar móttökur GlaxoSmithKline. Ótrúlega flottar og góðar veitingar, flott skreyttar mini-snittur og smáréttir og daddara.... meat-onna-stick! Það voru bæði kjúklingur og lambakjöt á löngum mjóum tréspjótum, merkilega gott og fyndið að borða það og svo flóði áfengið í lítratali og allt gott um það að segja.
Svo rúlluðum við okkur heim til Guðrúnar Stefáns að horfa á Idol (go Helgi go Helgi go!), bara voða gaman alltsaman.
Eftir það lá leiðin á Hverfisbarinn að gera grín að fyndið klæddu fólki og drekka meira og dansa... og eftir það var bara gaman en svosem ekkert merkilegt að segja frá.

Laugardagurinn leið svo nokkuð rólega í þægilegri þynnku og við Atli horfðum mikið á Mystery Science Theater 3000... sem er yndislegur þáttur, gengur út á gaura sem horfa á hræðilegar b-myndir og gera grín að þeim með hinum ýmsustu kommentum. Mjög fyndið. Við horfðum t.d. á myndina The Pumaman, Mitchell, What to Do on a Date og Body Care and Grooming (hinar 2 síðastnefndu eru fræðslustuttmyndir fyrir bandaríska unglinga frá ca. 1950... algjört æði!)
The Pumaman: ,,Professor Tony Farms discovers that he is really Puma Man, a superhero who is descended from the gods. Together with an Aztec priest, they try to thwart the plans of Kobras, who is in possession of the sacred puma mask, and plans to hypnotize government leaders with it and take over the world. Puma Man spends most of the movie flying awkwardly and jumping around, leaving the Aztec priest to perform all the physically demanding tasks." (tekið af imdb.com)
Mitchell: ,,Joe Don Baker is Mitchell- a hard-nosed, soft-bellied cop with an affinity for porn and Schlitz. His latest assignment has him engaging in no-speed car chases, yelling at children, shooting innocents and sloppily carousing Linda Evans." (tekið af imdb.com)
Fyrir áhugasama má benda á að Nexus er með eitthvað af þessum þáttum og ég bendi á að þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur séð Manos: The Hands of Fate. Af mörgum vera talin versta mynd allra tíma og Mystery Science gaurarnir taka hana alveg í gegn... ég held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið að nokkurri mynd. Go rent it... now!

Fór annars á Kvetch áðan... það var ágætt. Varð bara fyrir vonbrigðum því að Ólafur Darri var ekki að leika og ekki Edda Heiðrún heldur.

Mun ég meika verklega efnafræði í fyrramálið kl. 8?


föstudagur, nóvember 14, 2003

Var að koma af Leiktu Betur áðan... djöfull var gaman, MH rúllaði þessu upp eins og í fyrra, og svo var keppnin líka öll með skemmtilegasta móti, góðir kynnar, ágætis tímapanda og snilldar hljómborðsleikari...
Hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða svona okkar keppni, svona eins og MR ownar Gettu Betur, nema það er náttlega miklu skemmtilegra og meira stuð að horfa á spunakeppni frekar en spurningakeppni.

Annars var ég að uppgötva hljómsveitina Eels um daginn, þvílíkir snillingar... eða snillingur, það er víst bara einn gaur, E, sem semur öll lög og texta, hinir eru bara með til að spila á tónleikum og sonna.
Það er eitt lag sem mér finnst með eindæmum fallegt og er búin að vera með það á heilanum núna í 4 daga eða svo, en það er lagið Daisies of the Galaxy. Þess vegna langar mig til að birta textann því hann er krúttlegur....

Daisies of the Galaxy

Take heart my little friend
And push back your seat
Soon we’ll be far away
Far from the street
Where you learned how to be
Not what you are

Up on the shoulder
There is a town
With a little motel
And an old movie house
We’ll go to a movie
Whatever it is

Whatching the movie
The world’s gonna end
And there ain’t no place for
A boy and his friend -to go

I’ll pick some daisies
From the flower bed
Of the galaxy theater
While you clear your head
I thought some daisies
Might cheer you up...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

The Scottish Fairytale
(or the tale of the scottish fairy)

Síðasta föstudagskvöld fór ég í vísindaferð í Lyfju ásamt fleiri hressum lybbum. Reyndar var bjórinn fáranlega fljótur að klárast (ég fékk bara tvo... en reyndar tvö hvítvínsglös líka svo ég get ekki kvartað) en ágætis snittur voru á boðstólum. Lyfjufólkið var líka með ágætis fyrirlestra, áhugaverða og ekki of langdregna.
En svo um 11-leytið kom rúta og ferjaði liðið niðrí bæ, nánar tiltekið á Hverfisbarinn þar sem við erum með afslátt á barnum. Þar var leikið sér og dillað, illmenni skvetti kertavaxi yfir flauelsbuxurnar mínar og fleira. Svo um 3-leytið var ég orðin ansi pirruð á staðnum (aðallega músíkinni) og var eiginlega bara á leiðinni heim og var komin út af hvebbaranum þegar þessi líka myndarlegi ungi maður stoppaði mig.
Hann spurði hvort ég gæti sýnt honum ,,the best icelandic clubs" á þessari líka yndislegu skosku (get ekki að því gert að ég kikna barasta í hnjánum þegar ég heyri flottan skoskan hreim, líklega thanx to mr. McGregor & Trainspotting...) en ég sagðist nú eiginlega bara vera á leiðinni heim. Þá grátbað greyið mig, sagðist vera búinn að týna vinum sínum og rataði ekkert og sagðist skyldu gefa mér bjór ef ég sýndi honum klúbba! Ég sagðist nú ekkert hafa á móti því að sýna honum klúbba en tók það fram að ég ætti kærasta þannig að ef hann væri eitthvað að fiska þá þyrfti hann að róa á önnur mið. Hann ljómaði allur upp við þetta og sagði: "No no, that's allrigh', I'm gay!" Svo komst ég að því að hann hét Dave, var 24 ára og frá Glasgow.
Þá sá ég bara ekkert því til fyrirstöðu að sýna honum einhverja skemmtilega staði og byrjaði á því að sýna honum Sirkus en hann var nú voða lítið hrifinn af því. Svo sagðist hann hafa heyrt um Spotlight og Nasa og vildi kíkja þangað, þannig að ég rölti með honum niðrí bæ og við fórum inn á Kapital því Spotlight er náttúrulega dáið (er það ekki annars?) og fengum okkur äpfelschnaps... svo tók gaurinn nokkur dansspor á hálftómu dansgólfinu og ég get svarið að ég hef aldrei séð jafn undarlegan en skemmtilegan dansstíl, einhvers konar arty-breik-eitthvað. Kapital var samt ekki að gera sig svo við héldum af stað á Nasa en stoppuðum á Austurvelli því Dave þurfti allveg nauðsynlega að leyfa mér að heyra lög með uppáhalds hljómsveitunum sínum, Yo la tengo og Prick. Hann var með discman með sér og nokkra diska svo við sátum í góða stund og hlustuðum á lög og spjölluðum. Ætluðum svo á Nasa en það var búið að loka svo við röltum aðeins aftur upp Laugaveginn.
Ég fattaði svo að Raggi var að dj-a á Kofanum svo við kíktum þangað og tókum bara brjálað dans-session með Áslaugu, Leu, Eygló, Erlu og einhverri kvensu í annarlegu ástandi. Og eins og fyrr um kvöldið skemmti ég mér stórkostlega við að horfa á Dave dansa og sömuleiðis að dansa við hann... sannkallað dancemachine!
Við trölluðum á Kofanum til 5 eða 6 og löbbuðum svo með Ragga heim og kíktum aðeins inn til hans, en þegar Dave og Raggi voru komnir út í aðeins of miklar tónlistarpælingar, farnir að spila lög fyrir hvorn annan og svona þá ákvað ég að drulla mér heim enda klukkan að verða 7.
Þetta var allavega eitt af skemmtilegustu djömmunum mínum (á þessu ári allavega), alltaf gaman þegar eitthvað svona alveg óvænt kemur upp á, verst hvað mér finnst það gerast sjaldan núna í seinni tíð... og það er ekki spurning að ég hef uppi á Dave næst þegar ég fer til Skotlands, enda er hann geggjað skemmtilegur og krútt með meiru... jeminn, ég held að það sé kominn svefngalsi í mig, ég er farin að skrifa geggt gelgjulega, ómægod!

Og svo er önnur vísindaferð núna á föstudaginn, jesús, hvað ætli gerist þá ;)

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Bjullí!

Vá, ef eitthvað hefur nokkurn tímann verið sleazy og bjullí (þessu góða orði er stolið frá henni) þá er það þessi Miss Kiss keppni sem haldin var á Felix í síðustu viku.... Tek nú reyndar fram að ég var ekki á staðnum en ég held að myndirnar tali fyrir sig. Svona var múnderingin á keppendunum, enda gekk stigagjöfin víst að stórum hluta út á hversu hátt karlmenn staðarins fögnuðu þegar hver og ein steig á svið....
Vá, ég er nú ekki með venjulegum fegurðarsamkeppnum en þarna eru skilaboðin svo augljós og röng : ,,ef líkaminn þinn er brúnn, mjór en samt með stór brjóst og andlitið ofan á honum fallegt, þá vilja strákarnir þig og þá ertu einhvers virði og getur loksins orðið hamingjusöm." Ég nenni nú engan veginn að vera bitur kerling út í einn né neinn en mér finnst þetta bara svo sorglegt...
Gott mál að þarna úti eru ungar stúlkur ánægðar með sig og sitt en er þetta rétta leiðin til að sýna það? Er þetta ekki spurning um að hafa einhverja sjálfsvirðingu?
Þetta var með öðrum orðum bara kroppasýning fyrir strákana sem auðvitað troðfylltu staðinn. Af hverju voru þær ekki bara allsberar, eða kepptu í nektardansi? Þá væri þetta kannski orðið heiðarlegra, og kynnirinn gæti sagt hluti eins og : ,,Já, júgrin ágæt á þessari og ekki mjög sigin miðað við stærð. Þó mínus hve geirvörturnar eru misstórar... en hún er þó allavega vel rökuð, bara alveg eins og 10 ára "and she knows how to shake that booty" hehehe, ekki satt strákar?" Og stúlkurnar gætu brosað pent og skrifað niður lista um það sem þarf að laga í næstu heimsókn til lýtalæknisins.

En ekki örvænta, þær komu líka fram í efnismeiri kvöldklæðnaði...


Annars var helgin mjög skemmtileg hjá mér og á föstudagskvöldið lenti ég í ,,scottish fairytale" af bestu gerð.... skrifa líklega um það seinna, nú skal Potter lesinn.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Er allt að fara til helvítis eða? Fullt af kommentum búin að eyðast út og teljarinn minn farinn að telja afturábak. Ef teljarinn minn væri maður væri hann semsagt talandi afturábak og þá myndi ég sko láta hringja í gamlan prest og ungan prest með hraði, áður en íbúðin myndi fyllast af skærgrænni baunasúpu...

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Jæja, núna hefur bæst við enn ein bloggsíðan sem maður þarf að tjekka reglulega á, en það er síðan hans Orra. Býð ég hann velkominn í bloggheima og geima og skelli að sjálfsögðu upp link.
Stend núna frammi fyrir erfiðri ákvörðun: Queer Eye For The Straight Guy eða heildi?

Einkahúmor fyrir 1. árs lybba

Ég var með gaur í LabView tilraun á föstudaginn.
Sá ældi nú aldeilis út úr sér drulli.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Hjálp!
Það er endalaust verið að hrúga á mig góðum bókum að lesa, sem væri bara gott og blessað ef ég þyrfti ekki að vera í skóla líka... Ég var byrjuð að lesa Lord of the Rings og það er planið að klára hana áður en mynd nr. 3 kemur (1000 bls) og svo var ég líka að fá nýjustu Harry Potter & The Order of the Phoenix (ca. 750 bls). Ég fór síðan heim í sveitina um helgina og þurfti náttúrulega snöggvast að lesa Napóleonsskjölin e. Arnald Indriðason og fékk Röddina lánaða (mamma er algjör sökker fyrir Arnaldi og kaupir alltsaman... enda eru þetta bækur sem maður getur varla slitið sig frá).
Þannig að skemmtilegar mainstream bókmenntir ráða ríkjum hjá mér þessa dagana, einmitt núna þegar prófin eru farin að nálgast og ég þyrfti að vera ennþá duglegri að læra... svo er ég líka byrjuð að spila tölvuleikinn Alice.
Ég held mér fari að verða alvara með að ráða Svanhvíti til að þrífa hjá mér.

Hjálp 2!
Ég hef aldrei staðið í tölvupóstsstríði við nokkurn mann... en maður nokkur er farinn að senda mér pósta þar sem hann lætur dólgslega. Veit ég að fleiri kannast við þetta vandamál... ;)
Spurning hvort maður fari að birta póstana hér og nafngreina manninn. Nei annars, legg ekki í það, hann gæti lesið þetta. You never know *shudder*

laugardagur, nóvember 01, 2003

Ég var að spjalla við litlu systur mína hana Marínu áðan, en hún er 6 ára (,,alveg að verða 7, sko!") og hún uppfræddi mig um að strákar sem giftust öðrum strákum væru hommar.
Þá spurði ég hana hvað stelpur sem giftust öðrum stelpum væru kallaðar. Hún horfði á mig eins og ég væri ofsalega vitlaus og svaraði : ,,Hórur auðvitað!"

Hafið þið tekið eftir því hvernig maður lendir í því að sjá sumar bíómyndir aftur og aftur? Ég hef akkúrat lent í því með myndina Traffic, sem er ágætt því þetta er fín mynd. En í tilefni af því að ég sá hana aftur í gærkvöldi ætla ég að koma með smá gríðarlega erfitt movie-quiz:

Hvað eiga Traffic og 28 days later sameiginlegt?

Hints: Þetta hefur ekkert með söguþráð myndanna að gera og þegar ég tók eftir þessu í 28 days later þá sat ég sem lömuð í 3 mínútur.

Svo segi ég bara eins og um allar gáturnar í grunnskóla: ,,Sá sem veit svarið má ekki segja".... þ.e.a.s. Atli, þú þegir.