miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Ég hef löngum verið á móti hverskonar manngreinaráliti á linkalistum en mér finnst nú barasta ekki hægt lengur að láta mínar kæru Svanhvíti og Þuru hírast á botninum, ég meina, hversu mikið er hægt að refsa manneskjum fyrir að vera aftarlega í stafrófinu? Þær fá hér með heiðurssæti á toppnum, ásamt strák mínum auðvitað. Pöpullinn fær svo að standa óbreyttur en munið að öll dýrin eru jöfn þó sum séu jafnari en önnur…

Ég er annars búin að finna frábæra leið til að ná að hitta vini yfir prófatímann, þ.e.a.s. ef báðir aðilar eru í prófum. Málið er að mæla sér mót á kaffihúsi (Þura: við förum ekki á Kaffibrennsluna, manstu hvað gerðist síðast? ;) snemma um morgun (opna þau ekki flest kl. 9?) og fá sér kaffi/te/kók/whatever og spjalla soldið og en ákveða að vera ekki lengur en klukkutíma. Þannig rífur maður sig á fætur (ég fer t.d. sjaldan ótilneydd á fætur fyrir hádegi), hressist af kaffinu og því að drífa sig út úr húsi og fær vonandi hressandi pep-talk frá vini sínum og þannig líður manni eins og maður sé ekki Palli einn í heiminum að mygla yfir skruddunum. Svo ef á að taka daginn með trukki drífur maður sig barasta á Gráa köttinn kl. 7, fær sér eitt stk. svakamorgunverð (trukk), spjallar smá og tekur svo bækurnar með tilhlaupi.
Annars væri náttlega líka voða hressandi og hollt að hitta vinina spriklandi í ræktinni snemma á morgnana eins og mér sýnist sumar ætla að gera… en mér persónulega finnst kaffihúsarottuleiðin meira sjarmerandi… Hvað finnst ykkur, kæra fólk?

Jákvæðni dagsins: Mikið rosalega er gott að labba úti þegar veðrið er svona gott og fallegt eins og í dag. Hressandi kuldi, samt alveg stillt og heiðskýrt og sólin skín og litar snjóinn fallegum bjarma… ahhh, væmnivæmnivæmni….
Held að ég sé búin að finna mína ideal líkamsrækt yfir prófatímann.