laugardagur, nóvember 01, 2003

Hafið þið tekið eftir því hvernig maður lendir í því að sjá sumar bíómyndir aftur og aftur? Ég hef akkúrat lent í því með myndina Traffic, sem er ágætt því þetta er fín mynd. En í tilefni af því að ég sá hana aftur í gærkvöldi ætla ég að koma með smá gríðarlega erfitt movie-quiz:

Hvað eiga Traffic og 28 days later sameiginlegt?

Hints: Þetta hefur ekkert með söguþráð myndanna að gera og þegar ég tók eftir þessu í 28 days later þá sat ég sem lömuð í 3 mínútur.

Svo segi ég bara eins og um allar gáturnar í grunnskóla: ,,Sá sem veit svarið má ekki segja".... þ.e.a.s. Atli, þú þegir.