mánudagur, nóvember 24, 2003

Jæja, fyrst fólk er farið að koma með hótanir á kommentakerfinu þá er nú vísara að skrifa eitthvað smá...
Er búin að vera viðbjóðslega busy og það aðallega í að klára einhver aula-verkefni sem kennurum finnst sniðugt að skella á mann í lok nóvember, ég segi bara eins og Þura, það verður fínt að ljúka þessum skít af og geta farið að læra undir blessuð prófin!
Ég fór annars að heimsækja ástkæra foreldra mína og systkini um helgina í sveitinni. Það var indælt og með eindæmum afslappandi og ég náði að klára skýrslur um massamælingar, ljósmælingar og fatta hvernig á að gera gröfin í spennutítrunardraslinu. Þessu dóti þarf ég svo að skila á morgun, á föstudaginn þarf að skila eðlisfræðihópverkefni (sem við erum ekki byrjaðar á) og 2. des þarf að skila þremur heimsóknarskýrslum í Nám og störf í lyfjafræði (ekkert mál svosem).
Annars er ég svolítið að spá í hvort ég eigi að taka mér bloggpásu framyfir próf, eða til 18. des. Ef ég þekki þó sjálfa mig rétt mun ég ekki geta setið á strák mínum og mun örugglega tjá mig eitthvað, á borð við : ,,AAAAAArrrggghhhh, einungis 17 klst í próf og ég er bara búin að komast yfir helminginn af efninu!!!!!" og svoleiðis. En ég er ekki búin að ákveða mig svo ekki taka þessa bloggpásu alvarlega... fyrst um sinn.

PS. djöfull langar mig á maraþonsýningu á Lord of the rings trílógíunni...