sunnudagur, nóvember 09, 2003

Bjullí!

Vá, ef eitthvað hefur nokkurn tímann verið sleazy og bjullí (þessu góða orði er stolið frá henni) þá er það þessi Miss Kiss keppni sem haldin var á Felix í síðustu viku.... Tek nú reyndar fram að ég var ekki á staðnum en ég held að myndirnar tali fyrir sig. Svona var múnderingin á keppendunum, enda gekk stigagjöfin víst að stórum hluta út á hversu hátt karlmenn staðarins fögnuðu þegar hver og ein steig á svið....
Vá, ég er nú ekki með venjulegum fegurðarsamkeppnum en þarna eru skilaboðin svo augljós og röng : ,,ef líkaminn þinn er brúnn, mjór en samt með stór brjóst og andlitið ofan á honum fallegt, þá vilja strákarnir þig og þá ertu einhvers virði og getur loksins orðið hamingjusöm." Ég nenni nú engan veginn að vera bitur kerling út í einn né neinn en mér finnst þetta bara svo sorglegt...
Gott mál að þarna úti eru ungar stúlkur ánægðar með sig og sitt en er þetta rétta leiðin til að sýna það? Er þetta ekki spurning um að hafa einhverja sjálfsvirðingu?
Þetta var með öðrum orðum bara kroppasýning fyrir strákana sem auðvitað troðfylltu staðinn. Af hverju voru þær ekki bara allsberar, eða kepptu í nektardansi? Þá væri þetta kannski orðið heiðarlegra, og kynnirinn gæti sagt hluti eins og : ,,Já, júgrin ágæt á þessari og ekki mjög sigin miðað við stærð. Þó mínus hve geirvörturnar eru misstórar... en hún er þó allavega vel rökuð, bara alveg eins og 10 ára "and she knows how to shake that booty" hehehe, ekki satt strákar?" Og stúlkurnar gætu brosað pent og skrifað niður lista um það sem þarf að laga í næstu heimsókn til lýtalæknisins.

En ekki örvænta, þær komu líka fram í efnismeiri kvöldklæðnaði...


Annars var helgin mjög skemmtileg hjá mér og á föstudagskvöldið lenti ég í ,,scottish fairytale" af bestu gerð.... skrifa líklega um það seinna, nú skal Potter lesinn.