Vísindaferð föstudagsins var ágæt, og sérstaklega þá góðar móttökur GlaxoSmithKline. Ótrúlega flottar og góðar veitingar, flott skreyttar mini-snittur og smáréttir og daddara.... meat-onna-stick! Það voru bæði kjúklingur og lambakjöt á löngum mjóum tréspjótum, merkilega gott og fyndið að borða það og svo flóði áfengið í lítratali og allt gott um það að segja.
Svo rúlluðum við okkur heim til Guðrúnar Stefáns að horfa á Idol (go Helgi go Helgi go!), bara voða gaman alltsaman.
Eftir það lá leiðin á Hverfisbarinn að gera grín að fyndið klæddu fólki og drekka meira og dansa... og eftir það var bara gaman en svosem ekkert merkilegt að segja frá.
Laugardagurinn leið svo nokkuð rólega í þægilegri þynnku og við Atli horfðum mikið á Mystery Science Theater 3000... sem er yndislegur þáttur, gengur út á gaura sem horfa á hræðilegar b-myndir og gera grín að þeim með hinum ýmsustu kommentum. Mjög fyndið. Við horfðum t.d. á myndina The Pumaman, Mitchell, What to Do on a Date og Body Care and Grooming (hinar 2 síðastnefndu eru fræðslustuttmyndir fyrir bandaríska unglinga frá ca. 1950... algjört æði!)
The Pumaman: ,,Professor Tony Farms discovers that he is really Puma Man, a superhero who is descended from the gods. Together with an Aztec priest, they try to thwart the plans of Kobras, who is in possession of the sacred puma mask, and plans to hypnotize government leaders with it and take over the world. Puma Man spends most of the movie flying awkwardly and jumping around, leaving the Aztec priest to perform all the physically demanding tasks." (tekið af imdb.com)
Mitchell: ,,Joe Don Baker is Mitchell- a hard-nosed, soft-bellied cop with an affinity for porn and Schlitz. His latest assignment has him engaging in no-speed car chases, yelling at children, shooting innocents and sloppily carousing Linda Evans." (tekið af imdb.com)
Fyrir áhugasama má benda á að Nexus er með eitthvað af þessum þáttum og ég bendi á að þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur séð Manos: The Hands of Fate. Af mörgum vera talin versta mynd allra tíma og Mystery Science gaurarnir taka hana alveg í gegn... ég held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið að nokkurri mynd. Go rent it... now!
Fór annars á Kvetch áðan... það var ágætt. Varð bara fyrir vonbrigðum því að Ólafur Darri var ekki að leika og ekki Edda Heiðrún heldur.
Mun ég meika verklega efnafræði í fyrramálið kl. 8?
<< Home