Hjálp!
Það er endalaust verið að hrúga á mig góðum bókum að lesa, sem væri bara gott og blessað ef ég þyrfti ekki að vera í skóla líka... Ég var byrjuð að lesa Lord of the Rings og það er planið að klára hana áður en mynd nr. 3 kemur (1000 bls) og svo var ég líka að fá nýjustu Harry Potter & The Order of the Phoenix (ca. 750 bls). Ég fór síðan heim í sveitina um helgina og þurfti náttúrulega snöggvast að lesa Napóleonsskjölin e. Arnald Indriðason og fékk Röddina lánaða (mamma er algjör sökker fyrir Arnaldi og kaupir alltsaman... enda eru þetta bækur sem maður getur varla slitið sig frá).
Þannig að skemmtilegar mainstream bókmenntir ráða ríkjum hjá mér þessa dagana, einmitt núna þegar prófin eru farin að nálgast og ég þyrfti að vera ennþá duglegri að læra... svo er ég líka byrjuð að spila tölvuleikinn Alice.
Ég held mér fari að verða alvara með að ráða Svanhvíti til að þrífa hjá mér.
Hjálp 2!
Ég hef aldrei staðið í tölvupóstsstríði við nokkurn mann... en maður nokkur er farinn að senda mér pósta þar sem hann lætur dólgslega. Veit ég að fleiri kannast við þetta vandamál... ;)
Spurning hvort maður fari að birta póstana hér og nafngreina manninn. Nei annars, legg ekki í það, hann gæti lesið þetta. You never know *shudder*
<< Home