miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Skólablogg eru alltaf skemmtileg. Allavega fyrir þá sem líka eru í skóla = þjáningasystkin.
Skilaði í dag 14 blaðsíðum af efnafræðiskýrslum... það voru reyndar 3 stk en ekki ein löng sem betur fer. Til þess að gera þetta þurfti ég að bíða í 20 mín. eftir tölvu í yndislega tölvuverinu í VR-II til að geta prentað út, en það liggur við að biðin hafi borgað sig því mikið obboslega var gott að skila þessu dóti. Er samt farin að sjá að það er heimskulegt að eiga ekki prentara. Skilaði svo líka skápnum í leiðinni, guð blessi Harald...
Svo kom hún Tinna til mín í kvöld og við byrjuðum á eðlisfræðiverkefni og það gekk bara ótrúlega vel, erum næstum búnar. Hér má sjá athyglisverða hreyfimynd sem útskýrir hvernig efnarafali virkar.
Svo tók ég aðeins til í kommentakerfinu, hún Halla fær að hvíla sig á linkalistanum þar til ákveður að byrja að blogga á ný en í staðinn kemur hún Halldóra, heitkona Orra. Kannski þarf ég að hreinsa betur til á linkalistanum ef sumir hætta ekki að láta dólgslega á kommentakerfinu.

Fer svo í vettvangsferð í Lyfju í Lágmúla kl. 9 í fyrramálið. Hve æsispennandi líf mitt er...