Mér finnst, og hefur fundist í langan tíma, að Vigga ætti að blogga og ætti þá að vera með urlið www.vigga.is. Þessu stend ég á fastar en fótunum.
Viva el Teddy Ruxpin!
Elíns naturlige mineralbalance og unikke renhed forfrisker kroppen og øger dit velvære.
þriðjudagur, september 30, 2003
Örstuttar pælingar í skjóli nætur
Mér þætti voða gaman að blogga oft, og stutt í senn, um hvaðeina sem mér dettur í hug í dagsins önn. Til þess þyrfti ég að vera í vinnu þar sem ég sit við tölvu allan daginn, eða vera með fartölvu og vera alltaf að chilla uppi í Háskóla á þráðlausa netinu. Vá hvað ég væri kúl/mikið nörd þá. Reyndar er ég svona eiginlega búin að ákveða að fá mér fartölvu (ekki bara til að blogga þó, ég er nú ekki alveg klikk) en ýmsir hlutir eins og fjármögnun eiga eftir að koma betur í ljós :Þ
En þetta var ég að pæla í dag:
***
Magnað hvernig rokið á Íslandi nær alltaf að vera mótvindur, sama í hvaða átt maður er að hjóla.
***
Hlölli vs Nonni
Hlöllinn er betri að mínu mati vegna þess að Nonnasósan er of sölt á meðan Hlöllasósan er passleg. Uppáhaldsbáturinn minn á Hlölla er Sýslumannsbátur, með nautakjöti, bræddum osti, salati, smá ólífuolíu og sósu (Hlöllinn fær samt risastóran mínus fyrir að neita þyrstu fólki um vatnsglas, ótrúlegt á Íslandi). Annars virðist ég fá voðalega craving í djúsí nautakjöt þegar ég er á djamminu, sýslumaðurinn eða nautakjötsdürum verða oftast fyrir valinu. Held reyndar, þegar ég hugsa betur um það, að ég sé yfirleitt alltaf með craving í djúsí nautakjöt en ég læt bara undan því þegar ég er á djamminu. Sjálfsaginn sjáiði til.
Besta nautakjöt sem ég hef smakkað er piparsteikin á Lækjarbrekku. Annars var kebabpizza sem ég smakkaði í Köben líka mjög góð (og soldið mikið ódýrari).
Jæja, nú þarf ég að massa eina efnafræðiskýrslu. Mass mass.
föstudagur, september 26, 2003
Ég var til þrjú í nótt að gera eðlisfræðivinnubók. Erfið fæðing og magnþrungin og var oftar en ekki komin að því að fara bara grátandi í rúmið. En svo var bara svo magnað að um tvö-leytið fór allt að smella saman, óvissurnar meikuðu sens og línuritið mitt varð þvílík dýrð, allar mælingar mjög nákvæmar og pössuðu við líkanið sem þær áttu að passa við... þetta varð gullfalleg og fræðilega rétt skýrsla.
Og þessi ótrúlegi léttir og vellíðunartilfinning, ég var ekkert smá sátt þegar ég fór að sofa... en ég þori að fullyrða að þessa tegund af vellíðunartilfinningu þekki enginn nema viðkomandi hafi verið að vinna að eðlisfræðiverkefni í fleiri fleiri tíma lengst fram á nótt.
Eðlisfræði er nefnilega voðalega spes. Ekki jafn hrein og bein og stærðfræði, og heldur ekki jafn jarðbundin og "kommon sens" eins og efnafræði. Mér finnst eðlisfræði ekki skemmtileg.
Ég er þó sífellt að unga út fleiri börnum, ef ekki stærfræðidæmum þá eðlisfræðivinnubókum, en mér fannst erfitt að láta þetta nýjasta frá mér í dag. So pretty... en samt á kennarinn örugglega eftir að skrifa eitthvað ljótt með rauðum penna, útkrota andlitið á barninu mínu. Hvað hann ætti að gera athugasemdir við veit ég nú ekki, mér fannst þetta svo fínt hjá mér.
Ég er virkilega farin að hljóma eins og nördið sem ég er. Er það ekki bara kúl?
(Sexí-listinn er í meðgöngu eins og stendur, en hann kemur).
miðvikudagur, september 24, 2003
Nei sko! Heimsókn frá Århus Universitet, hver gæti það verið önnur en hún Matthildur mín! Hæ Matta í Danaveldi, *vink vink*.
Annars er þetta blog einungis aum afsökun til að standa upp frá elsku stærðfræðidæmunum mínum. My poor little babies, I hear them crying and calling my name : "Mommy mommy, differentiate us!"
þriðjudagur, september 23, 2003
Ég var í fríi í skólanum í dag (mánudaginn 22. þ.e.a.s.) og verð í fríi líka á föstudaginn, hvílík snilld!
Fór á Magdelene sisters á Breskum bíódögum í gær, fannst hún mjög góð en það vantaði einhvern veginn eitthvað... Hún fjallar um konur sem komið er fyrir í klausti Magdelenesystra (sbr. María Magdalena) því þær hafa ,,syndgað" skv. kaþólskri trú, t.d. ,,látið" nauðga sér eða talað við stráka/karlmenn. ,,The Evil Nuns" sjá svo til þess að konurnar fái að bæta upp fyrir syndirnar með því að pínast og sæta niðurlægingum ýmiskonar. Mæli með henni.
Jæja, best að fara að sofa svo ég geti mætt hress og kát í FYRSTA stærðfræðtímann minn á önninni... öhh, jibbí I guess.
P.S. Sexí-listi er í smíðum, bíðið spennt!
laugardagur, september 20, 2003
Samba de Amigo er örugglega eitt skemmtilegasta workout (og partýleikur) sem sögur fara af. Það væri nú samt betra ef maður þyrfti að dansa eitthvað með fótunum líka, þá yrði nú aldeilis svitnað... Samba de Amigo-kittið, með leiknum sjálfum, maracas, dansmottu og öllu kostaði eitthvað milli 20 eða 30 þúsund þegar það kom fyrst út, en Atli keypti þetta allt saman á 2000 kall fyrir ca. ári síðan á útsölu í Japis, enda var hætt að framleiða Dreamcast tölvur fyrir þó nokkru síðan. Ekki svo slæm kaup...
Núna er kjamsað á amerískum pönnukökum með smjöri og sírópi, enda er það laugardagsmatur. Hám hám.
Svo er mér líklega boðið á Bang Gang tónleika í kvöld. Þetta er alveg ágætt.
föstudagur, september 19, 2003
Mér hefur tekist að finna tvífara Ragnheiðar, hana norsku Solveigu Mellomborgen (sem tók reyndar upp nafnið Surrey Marshe um það leyti sem myndin birtist í Playboy). Gjörið svo vel: Miss January 1967! Hvað finnst ykkur svo? ;)
fimmtudagur, september 18, 2003
Já, svo henti ég líka inn slatta af linkum því þetta er allt fólk sem ég kíki á reglulega og rekst á af og til. Njótið vel.
Ég er í miðjum taki-til klíðum og tók mér aðeins pásu til að... uhh, taka mér pásu. Það verður nú allt að vera hreint og fínt þegar nýji ,,flotti" sófinn okkar kemur, ikke? Annars auglýsist það hér með að mig langar í fartölvu. Helst eins og hann á. Svo vinir mínir: ég verð 21 árs þann 23. apríl 2004. Þið getið byrjað að safna.... NÚNA!
Takk fyrir.
miðvikudagur, september 17, 2003
Bööhh... er kvefuð, eins og flestir í dag virðast vera. Verst að mér er líka illt í hálsinum, hélt að það myndi hætta eftir að hálskirtlunum var kippt úr. En ég fékk mér Otrivin og rjúkandi heitar og sterkar Tom Yum núðlur og líður mun betur.
Loksins LOKSINS erum við Atli búin að finna okkur sófa í staðinn fyrir þann sem brotnaði fyrir u.þ.b. mánuði síðan... við röltum í góða hirðinn og fundum þennan ágætis ljósbláa þriggja sæta sófa á 5000 kall, geri aðrir betur... Hann er reyndar ekkert flottur en ágætlega þægilegur, vel með farinn og kjörinn fyrir fátæka námsmenn (vá, ég er farin að hljóma eins og smáauglýsing!)
En ég held að það sé einmitt þessu rölti okkar að þakka að ég er komin með hita núna oná kvefið.
Best að kúra sig og vera lítil og veik og glósa efnafræði...
mánudagur, september 15, 2003
Af hverju fylgdi ekki mynd með þessari frétt? Það hefði nú verið gaman... Hvað segir fólk annars um að fjölmenna á þessa hátíð að ári?
sunnudagur, september 14, 2003
Nýnemavígslan var ekkert of nastý, við vorum yfirheyrð um hjúskaparstöðu og nafn, látin syngja kareokí og dansa, bryðja ógeðslegt dóp (beiskar b-vítamíntöflur) og skola því niður með vodkastaupi, auk þess sem eldri nemar keyptu okkur á uppboði (lenti hjá ágætis 5. árs nemum). Svo var bara dansað og dansað, yfirleitt er ég nú ekki mikið dansfífl en Kylie, Justin og Stuðmenn voru alveg að gera sig og ég dansaði af mér skóna. Uppúr miðnætti var svo haldið niðrí bæ og ýmsir staðir, fólk og Southern Comfort í Sprite (ekkert spes) komu við sögu.
Í gær fór ég svo í svaka grillveislu hjá fjölskyldunni hans Atla og sótti svo litlu hjónin á Ásvallagötunni heim og voru móttökurnar þar eins og best verður á kosið (enda ekki við öðru að búast). Kíkti síðan aðeins á Atla þar sem hann var að dj-ast á Kofa Tómasar frænda við gríðarlegan fögnuð viðstaddra, en fór snemma heim. Fór síðan á Þjóðarbókhlöðuna í dag að læra með Þuru og Viggu, hvílíkur dugnaður! Á leiðinni þangað brotnaði frambrettið á hjólinu mínu í tvennt, ekki skil ég hvernig það gerðist en það var allavega ömurlegt...
Nú stend ég frammi fyrir gríðarlega skemmtilegu vali: á ég að fara að læra eða taka til? Trallala og jibbíkóla...
föstudagur, september 12, 2003
Vá! Heil vika síðan ég bloggaði síðast... fannst eins og það væru bara 3 dagar eða eitthvað. Tæm flæs ven jor heving fönn... or kíping bisí. Vá hvað síðasta færsla var fúl eitthvað. Þetta var slæmur dagur, endaði þó í ágætis djammi.
Voða rólegur dagur í dag, frí í skólanum annan hvern föstudag hjá mér. Vaknaði um 11 og er búin að sitja og reikna efnafræðidæmi fyrir dæmatíma sem er í fyrramálið kl. 9:30... sem ég er nú ekki svo viss um að ég mæti í þar sem það er nýnemadjamm hjá Tinktúru í kvöld, förum út að borða og alles... hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að enda í einhverju rugli. Gaman að því.
Ég hef aldrei séð finkurnar mínar svona ráðvilltar. Ég fjarlægði nefnilega hreiðurkassann þeirra í morgun (til að gefa þeim breik frá því að vera alltaf að verpa eggjum sem aldrei klekjast út) og síðan eru þær búnar að vera að leita að kassanum, hanga í horninu þar sem hann var og tísta, voðalega hissa. Heimsku greyin...
Í gær:
-fór ég í klippingu
-keypti ég kinnalit í fyrsta sinn á ævinni
-villtist ég í Öskjuhlíðinni í rigningu með hóp af MH-busum (einstaklega vandræðalegt)
-tókst Atla ekki að redda fyrir mig miða á busaballið
-fór ég á Dillon í staðinn
-giskaði maður á Dillon á að ég væri 28 ára gömul (vat!?!)
Held ég verði hreinlega að fara að gera mig reddí fyrir busunina í kvöld (kvíði/hlakkitil-tilfinning... langt síðan ég hef fundið fyrir soleiðis)
föstudagur, september 05, 2003
Ömurlegt pömurlegt
Vaknaði aðeins of seint í morgun eftir 3 og hálfs tíma svefn (var andvaka), hjólaði á fullu í skólann í hellirigningu og roki... og frétti svo að ég ætti ekki að vera í verklegri efnafræði á föstudagsmorgnum heldur hefði ég átt að mæta SÍÐASTA ÞRIÐJUDAG frá 13-17... því upplýsingarnar á netinu um hópaskiptingu eru vitlausar!!!
Ég mátti ekki vera í tímanum í morgun því að tilraunastofan var full, þannig er ég átómatískt komin 1 tíma á eftir öllum hinum OG þá get ég ekki verið í verklegri eðlisfræði á þriðjudögum (með Elínu Maríu) heldur þarf að vera í því á FÖSTUDAGSEFTIRMIÐDÖGUM, þegar mann langar bara til að vera búinn í skólanum...
Þannig að ég reif mig upp, fór fýluferð í vondu veðri uppí skóla, fékk fullt af vondum fréttum og er núna drulluþreytt en get ekki sofnað. Þetta er slæmt.
Búin að vera án nettengingar hérna heima í 3 daga og því lítið um blogg but who cares... not me!
Fór á tvær nýnemakynningar í dag, aðra fyrir lyfjafræðinema og hina fyrir elsku MH-busana. Verð nú eiginlega að segja að MH-liðið stóð sig betur, enda stemmningin gríðarleg í pakkfullum Norðurkjallara, á meðan það mættu svona 15 (af 63) í lyfjafræðikynninguna. Líst samt vel á. Ójá ójá.
Er að fara í fyrsta verklega efnafræðitímann minn í fyrramálið, fór í dag og keypti slopp og alles, á reyndar eftir að borga 3000 kr glertryggingargjald (vaddafokk?)... en tíminn sá arna byrjar eftir... obbosí... tæplega 7 tíma. Best að fara að lúlla sig.
mánudagur, september 01, 2003
Núna veit ég að skólinn er byrjaður ,,for real". Ég er búin að sitja núna í 5 klukkutíma að reikna (með smá pásum inn á milli þó) og er orðin geðveikt pirruð á einu dæmi, en það er einmitt eitt af heimadæmunum sem ég á að skila á þriðjudaginn. Komin með illt í herðarnar. Djöfull er stærðfræði leiðinleg þegar manni gengur illa, annars finnst mér gaman. Ég er búin að ákveða að eðlisfræðin mín sé auðveld, sýnist þetta vera nokkurn veginn sama efni og í áföngunum EÐL103-403 í MH þannig að ég kannast við þetta allt saman. Hef ekki enn náð að mynda mér skoðun um efnafræðina.
Er farin að hjóla út um allar trissur og byrja á morgun í ræktinni. Healthy Elín. Sún æll bí bjútifúl... en sybbin núna.