Vá! Heil vika síðan ég bloggaði síðast... fannst eins og það væru bara 3 dagar eða eitthvað. Tæm flæs ven jor heving fönn... or kíping bisí. Vá hvað síðasta færsla var fúl eitthvað. Þetta var slæmur dagur, endaði þó í ágætis djammi.
Voða rólegur dagur í dag, frí í skólanum annan hvern föstudag hjá mér. Vaknaði um 11 og er búin að sitja og reikna efnafræðidæmi fyrir dæmatíma sem er í fyrramálið kl. 9:30... sem ég er nú ekki svo viss um að ég mæti í þar sem það er nýnemadjamm hjá Tinktúru í kvöld, förum út að borða og alles... hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að enda í einhverju rugli. Gaman að því.
Ég hef aldrei séð finkurnar mínar svona ráðvilltar. Ég fjarlægði nefnilega hreiðurkassann þeirra í morgun (til að gefa þeim breik frá því að vera alltaf að verpa eggjum sem aldrei klekjast út) og síðan eru þær búnar að vera að leita að kassanum, hanga í horninu þar sem hann var og tísta, voðalega hissa. Heimsku greyin...
Í gær:
-fór ég í klippingu
-keypti ég kinnalit í fyrsta sinn á ævinni
-villtist ég í Öskjuhlíðinni í rigningu með hóp af MH-busum (einstaklega vandræðalegt)
-tókst Atla ekki að redda fyrir mig miða á busaballið
-fór ég á Dillon í staðinn
-giskaði maður á Dillon á að ég væri 28 ára gömul (vat!?!)
Held ég verði hreinlega að fara að gera mig reddí fyrir busunina í kvöld (kvíði/hlakkitil-tilfinning... langt síðan ég hef fundið fyrir soleiðis)
<< Home