Nýnemavígslan var ekkert of nastý, við vorum yfirheyrð um hjúskaparstöðu og nafn, látin syngja kareokí og dansa, bryðja ógeðslegt dóp (beiskar b-vítamíntöflur) og skola því niður með vodkastaupi, auk þess sem eldri nemar keyptu okkur á uppboði (lenti hjá ágætis 5. árs nemum). Svo var bara dansað og dansað, yfirleitt er ég nú ekki mikið dansfífl en Kylie, Justin og Stuðmenn voru alveg að gera sig og ég dansaði af mér skóna. Uppúr miðnætti var svo haldið niðrí bæ og ýmsir staðir, fólk og Southern Comfort í Sprite (ekkert spes) komu við sögu.
Í gær fór ég svo í svaka grillveislu hjá fjölskyldunni hans Atla og sótti svo litlu hjónin á Ásvallagötunni heim og voru móttökurnar þar eins og best verður á kosið (enda ekki við öðru að búast). Kíkti síðan aðeins á Atla þar sem hann var að dj-ast á Kofa Tómasar frænda við gríðarlegan fögnuð viðstaddra, en fór snemma heim. Fór síðan á Þjóðarbókhlöðuna í dag að læra með Þuru og Viggu, hvílíkur dugnaður! Á leiðinni þangað brotnaði frambrettið á hjólinu mínu í tvennt, ekki skil ég hvernig það gerðist en það var allavega ömurlegt...
Nú stend ég frammi fyrir gríðarlega skemmtilegu vali: á ég að fara að læra eða taka til? Trallala og jibbíkóla...
<< Home