mánudagur, september 01, 2003

Núna veit ég að skólinn er byrjaður ,,for real". Ég er búin að sitja núna í 5 klukkutíma að reikna (með smá pásum inn á milli þó) og er orðin geðveikt pirruð á einu dæmi, en það er einmitt eitt af heimadæmunum sem ég á að skila á þriðjudaginn. Komin með illt í herðarnar. Djöfull er stærðfræði leiðinleg þegar manni gengur illa, annars finnst mér gaman. Ég er búin að ákveða að eðlisfræðin mín sé auðveld, sýnist þetta vera nokkurn veginn sama efni og í áföngunum EÐL103-403 í MH þannig að ég kannast við þetta allt saman. Hef ekki enn náð að mynda mér skoðun um efnafræðina.
Er farin að hjóla út um allar trissur og byrja á morgun í ræktinni. Healthy Elín. Sún æll bí bjútifúl... en sybbin núna.