Samba de Amigo er örugglega eitt skemmtilegasta workout (og partýleikur) sem sögur fara af. Það væri nú samt betra ef maður þyrfti að dansa eitthvað með fótunum líka, þá yrði nú aldeilis svitnað... Samba de Amigo-kittið, með leiknum sjálfum, maracas, dansmottu og öllu kostaði eitthvað milli 20 eða 30 þúsund þegar það kom fyrst út, en Atli keypti þetta allt saman á 2000 kall fyrir ca. ári síðan á útsölu í Japis, enda var hætt að framleiða Dreamcast tölvur fyrir þó nokkru síðan. Ekki svo slæm kaup...
Núna er kjamsað á amerískum pönnukökum með smjöri og sírópi, enda er það laugardagsmatur. Hám hám.
Svo er mér líklega boðið á Bang Gang tónleika í kvöld. Þetta er alveg ágætt.
<< Home