þriðjudagur, september 30, 2003

Örstuttar pælingar í skjóli nætur

Mér þætti voða gaman að blogga oft, og stutt í senn, um hvaðeina sem mér dettur í hug í dagsins önn. Til þess þyrfti ég að vera í vinnu þar sem ég sit við tölvu allan daginn, eða vera með fartölvu og vera alltaf að chilla uppi í Háskóla á þráðlausa netinu. Vá hvað ég væri kúl/mikið nörd þá. Reyndar er ég svona eiginlega búin að ákveða að fá mér fartölvu (ekki bara til að blogga þó, ég er nú ekki alveg klikk) en ýmsir hlutir eins og fjármögnun eiga eftir að koma betur í ljós :Þ

En þetta var ég að pæla í dag:

***
Magnað hvernig rokið á Íslandi nær alltaf að vera mótvindur, sama í hvaða átt maður er að hjóla.
***
Hlölli vs Nonni
Hlöllinn er betri að mínu mati vegna þess að Nonnasósan er of sölt á meðan Hlöllasósan er passleg. Uppáhaldsbáturinn minn á Hlölla er Sýslumannsbátur, með nautakjöti, bræddum osti, salati, smá ólífuolíu og sósu (Hlöllinn fær samt risastóran mínus fyrir að neita þyrstu fólki um vatnsglas, ótrúlegt á Íslandi). Annars virðist ég fá voðalega craving í djúsí nautakjöt þegar ég er á djamminu, sýslumaðurinn eða nautakjötsdürum verða oftast fyrir valinu. Held reyndar, þegar ég hugsa betur um það, að ég sé yfirleitt alltaf með craving í djúsí nautakjöt en ég læt bara undan því þegar ég er á djamminu. Sjálfsaginn sjáiði til.
Besta nautakjöt sem ég hef smakkað er piparsteikin á Lækjarbrekku. Annars var kebabpizza sem ég smakkaði í Köben líka mjög góð (og soldið mikið ódýrari).

Jæja, nú þarf ég að massa eina efnafræðiskýrslu. Mass mass.