föstudagur, september 05, 2003

Búin að vera án nettengingar hérna heima í 3 daga og því lítið um blogg but who cares... not me!
Fór á tvær nýnemakynningar í dag, aðra fyrir lyfjafræðinema og hina fyrir elsku MH-busana. Verð nú eiginlega að segja að MH-liðið stóð sig betur, enda stemmningin gríðarleg í pakkfullum Norðurkjallara, á meðan það mættu svona 15 (af 63) í lyfjafræðikynninguna. Líst samt vel á. Ójá ójá.
Er að fara í fyrsta verklega efnafræðitímann minn í fyrramálið, fór í dag og keypti slopp og alles, á reyndar eftir að borga 3000 kr glertryggingargjald (vaddafokk?)... en tíminn sá arna byrjar eftir... obbosí... tæplega 7 tíma. Best að fara að lúlla sig.