miðvikudagur, september 17, 2003

Bööhh... er kvefuð, eins og flestir í dag virðast vera. Verst að mér er líka illt í hálsinum, hélt að það myndi hætta eftir að hálskirtlunum var kippt úr. En ég fékk mér Otrivin og rjúkandi heitar og sterkar Tom Yum núðlur og líður mun betur.

Loksins LOKSINS erum við Atli búin að finna okkur sófa í staðinn fyrir þann sem brotnaði fyrir u.þ.b. mánuði síðan... við röltum í góða hirðinn og fundum þennan ágætis ljósbláa þriggja sæta sófa á 5000 kall, geri aðrir betur... Hann er reyndar ekkert flottur en ágætlega þægilegur, vel með farinn og kjörinn fyrir fátæka námsmenn (vá, ég er farin að hljóma eins og smáauglýsing!)
En ég held að það sé einmitt þessu rölti okkar að þakka að ég er komin með hita núna oná kvefið.
Best að kúra sig og vera lítil og veik og glósa efnafræði...