föstudagur, september 26, 2003

Ég var til þrjú í nótt að gera eðlisfræðivinnubók. Erfið fæðing og magnþrungin og var oftar en ekki komin að því að fara bara grátandi í rúmið. En svo var bara svo magnað að um tvö-leytið fór allt að smella saman, óvissurnar meikuðu sens og línuritið mitt varð þvílík dýrð, allar mælingar mjög nákvæmar og pössuðu við líkanið sem þær áttu að passa við... þetta varð gullfalleg og fræðilega rétt skýrsla.
Og þessi ótrúlegi léttir og vellíðunartilfinning, ég var ekkert smá sátt þegar ég fór að sofa... en ég þori að fullyrða að þessa tegund af vellíðunartilfinningu þekki enginn nema viðkomandi hafi verið að vinna að eðlisfræðiverkefni í fleiri fleiri tíma lengst fram á nótt.
Eðlisfræði er nefnilega voðalega spes. Ekki jafn hrein og bein og stærðfræði, og heldur ekki jafn jarðbundin og "kommon sens" eins og efnafræði. Mér finnst eðlisfræði ekki skemmtileg.
Ég er þó sífellt að unga út fleiri börnum, ef ekki stærfræðidæmum þá eðlisfræðivinnubókum, en mér fannst erfitt að láta þetta nýjasta frá mér í dag. So pretty... en samt á kennarinn örugglega eftir að skrifa eitthvað ljótt með rauðum penna, útkrota andlitið á barninu mínu. Hvað hann ætti að gera athugasemdir við veit ég nú ekki, mér fannst þetta svo fínt hjá mér.

Ég er virkilega farin að hljóma eins og nördið sem ég er. Er það ekki bara kúl?

(Sexí-listinn er í meðgöngu eins og stendur, en hann kemur).