þriðjudagur, desember 23, 2003

Tvær einkunnir komnar!

8,5 í eðlisfræði sem ég er bara mjöööög sátt við og 7,5 í Nám og störf í lyfjafræði (segir kennarinn, sem því miður er drulluk***a svo ég tek bara ekkert mark á henni, ég veit að ég fékk 9,5!) Svo, 8,5 og 9,5 ; það er ekki slæmt. Nú bíð ég bara með fiðring í maganum eftir hinum tveimur...

Annars er ég komin heim í sveitina fyrir jólin, kom heim í gær og var að vinna eins og mófó í allan dag, byrjaði kl. 8 í morgun, takk fyrir! En ég ætti ekki að þurfa að vinna neitt á morgun sem er bara heví næs, maður verður að geta setið á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið og horft á jólateiknimyndirnar með litlu systkinum sínum :D

Áður en ég fór í sveitina afrekaði ég það að fara í stúdentsveislur hjá Ragnheiði og Svenna, voru þær báðar hinar glæsilegustu og óska ég þeim enn og aftur til hamingju og þakka fyrir mig. Svo djammaði ég alltof mikið á föstudagskvöldið og soldið á laugardagskvöldið, það var gaman.
Svo rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur: Lord of the Rings maraþon. Ég get eiginlega ekki haft nein orð um það, bara það að þessir 10 tímar (og tilheyrandi hálsrígur og svitabað) voru SVOOO þess virði. Með þriðju myndinni er virkilega búið að sprengja kvikmyndaskalann og setja ný viðmið... algjör skylda að sjá þessa snilld. Í alvörunni.

Og hvað er þá meira viðeigandi en quiz?

aragorn
Congratulations! You're Aragorn!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla

Þetta er nú mest sexý gaur í heimi sko.... en jú hann er frekar dörrtí ;)

Ef ég blogga ekki meira fyrir jól: gleðileg jól til ykkar allra og megið þið hafa það sérstaklega gott yfir hátíðarnar. Það ætla ég að gera.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Ja, hvur andskotinn...

Mér hefur aldrei gengið jafn illa í prófi og í efnafræðiprófinu í morgun. Ég býst reyndar við að ná (taldi að ég væri með 49 nokkuð pottþétt stig af 100) en það er bara kraftaverk ef ég fæ hærra en 6,5. Reyndar var ég alveg búin að sætta mig við að ég ætti ekkert skilið að fá góða einkunn í efnafræði því einhvern veginn náði ég alltaf að láta hana sitja á hakanum, það var alltaf eitthvað svo mikið að gera í stærðfræði, eðl-skýrslum og bjánalegum-nám-og-störf-í-lyfjafræði-verkefnum...
En þegar ég veit að manneskjum, sem voru miklu duglegri að læra en ég (semsagt: voru ekki að frumlesa 2/3 af námsefninu í gær), gekk líka mjög illa þá er nú farin að vera einhver skítalykt af prófinu sjálfu. Það var allavega mun erfiðara en jólaprófið í fyrra, og var það þó ekkert létt.
Þetta eru þó allavega merkileg tímamót fyrir mig, ég hef aldrei áður verið nálægt því að falla í prófi, man einu sinni eftir því að hafa fengið 7,5 á kaflaprófi og fannst það alveg agalegt.

EN... ég er búin í prófum sem er náttúrulega alveg eðal, eins og þeir segja á Egilstöðum... Nú tekur ýmislegt skemmtilegt við, eins og stúdentsveisla og stúndentsveisla, jólagjafareddingar, kannski smá tiltekt (jafnvel bakstur? nei, vertu nú róleg kelling) og 10 tíma bíómaraþon og vonandi eitthvað djamm, allavega jólaglögg á laugardagskvöldið. Held annars ég hafi aldrei áður farið í jólaglögg.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Jæja, áttundi (ohj) og níundi kafli búnir.
Mér líður eins og jarðýtu.
Brúmm brúmm.

Elskulegu lyfjafræðistúdínur!

Býr einhver ykkar svo vel að hafa hjá sér svörin við (bara lokasvörin, ekki aðferðirnar):
dæmi 3 (a), b) og c)) á dæmablaði 8
og
dæmi 3 á dæmablaði 10?


Langar svo að sjá hvort ég sé að reikna rétt sko...

En hvað er annars málið með Hr. (ice) T? Hann hefur ekki mætt í nein próf er það? Krossum fingur og vonum það besta...
(líka fyrir efnafræðiprófið, núna á ég eftir að frumlesa kafla 8, 9, 10, 11 og 15, og það er ekkert grín skal ég segja ykkur...)

ps. finkurnar okkar voru að eignast unga! Þið getið lesið allt um það hjá Atla...

þriðjudagur, desember 16, 2003

Mesta prófablogg fokking ever!

Annað prófið búið, Eðlisfræði B. Það var þyngra en ég bjóst við en mér gekk samt ágætlega. En alveg er það merkilegt hvernig mér tekst alltaf að gera hluti á síðustu stundu þó ég hafi nógan tíma... hef ég að þessu tilefni samið ljóð sem ber heitið ,,Sex dagar eðlisfræðiprófs". Þetta er leirburður af verstu sort en þó má benda áhugasömum á að þeir geta reynt að syngja textann við lagið ,,Þrettán dagar jóla".


Sex dagar eðlisfræðiprófs

Á fyrsta degi eðlisfræði
var Elín ósköp glöð
því hún var búin með stærðfræðipróf
og eðlisfræðiprófið var svo langt í burtu
að hún slappaði af
og lærði ekki neitt þann dag.

Á öðrum degi eðlisfræði
ætlaði Elín að byrja að læra
en hún fór í klippingu,
fór svo til pabba síns og mömmu
en þegar í sveitina kom var hún með hausverk og þreytt
svo hún lærði ekki neitt (þann dag).

Á þriðja degi eðlisfræði
tók Elín upp bækurnar
og las heila 6 kafla
og hugsaði: ,,Jei, aðeins 19 eftir"
svo hún lærði smá eðlisfræði þann dag.

Á fjórða degi eðlisfræði
fór Elín að panikka
því hún fór að hafa áhyggjur af efnafræðiprófinu
svo hún ákvað að lesa efnafræði í staðinn,
las hálfan kafla og reiknaði erfið dæmi,
en hún lærði enga eðlisfræði þann dag.

Á fimmta degi eðlisfræði
ákvað Elín að læra meiri efnafræði
og kláraði einn kafla (í viðbót)
en það tók næstum allan daginn,
svo lærði hún eðlisfræði fram á nótt
og kláraði fimm kafla
svo hún lærði eðlisfræði þann dag.

Á sjötta degi eðlisfræði
tók alvaran við,
en hún eyddi samt:
2 tímum í rútu
2 tímum í að horfa á tvöfaldan lokaþátt Survivor
(Sandra vann sem var gaman)
1 tíma að hanga á netinu
3 tímum í að reyna að sofna
en henni tókst að klára restina!
Hún fór í prófið, gekk ágætlega
og er núna ekki búin að sofa í 26 tíma!!!!
(sem er kannski ástæðan fyrir því að hún er að skrifa svona bull)


Gleðilega eðlisfræði nær og fjær!

En núna vona ég að mér takist að sofna, svo bíða mín yndislegir 6 kaflar af efnafræði sem þarf að frumlesa og glósa og reikna og gráta o.s.frv.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Hef gengið í gegnum hina miklu eldskírn: fyrsta prófið mitt í háskóla, í stærðfræðigreiningu IC. Þetta var nú bara ekkert svo hræðilegt, frekar sanngjarnt próf að mínu mati, vel rúmur tími (var búin með prófið (eða það sem ég gat af því) þegar hálftími var eftir af próftíma) og ef allt fer á besta veg giska ég á að fá 8,0-8,5. Núna líður mér bara eins og ég sé búin í prófum; næsta próf er ekki fyrr en 16. des.... aahhhh hvað er gott að geta verið soldið löt núna... var reyndar að fá snilldarinnar hugdettu: að kíkja kannski bara heim í sveitina, læra þar í ró og næði og skoða nýja hvolpinn okkar :D

Núna er Atli (ásamt fleirum) á mjús... en ég hef það sko líka næs og er bara að hlusta á mjús í tölvunni, maður hatar ekki Absolution...

Þura hringdi, jibbíkóla! Hérna er svo diffurjafna dagsins:

xy' = 7y + 1

x er stærra en 0. Leysið þannig að þegar y = 0 þá er x = 1.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Nazgúl! Úruk'Hai! Here I come!

Jebb, eins og geta má sér til er ég orðin stoltur eigandi miða á maraþonsýningu á LOTR þann 21. des (og þessi og vonandi þessi líka). Gott að hafa eitthvað til að hlakka til svona mitt í öllum viðbjóðnum.
Annars var ég bara í ruglinu í nótt, fór inn í rúm að sofa kl 2 en sofnaði ekki fyrr en um svona hálfátta í morgun. Vaknaði samt sem áður núna kl. 12 ,,hress og kát" og er að farað læra...
Er búin að komast að þeirri niðurstöðu að það að ætla sér að komast yfir allt efnið (700 bls.), lesa það og glósa sé eins og að ausa vatninu úr baðkari með teskeið, tæknilega séð mögulegt en afar seinlegt. Þess vegna ætla ég að einbeita mér að gömlum prófum og reyna að koma mér upp strategíu til að geta leyst allar þessar nastý prófspurningar sem þessi kennarakall er greinilega voða hrifinn af...

mánudagur, desember 08, 2003

Hey lybbagellur!

Setti Jón eitthvað fyrir í köflum 8.5 - 8.7?
Ég er allavega ekki með neitt skrifað hjá mér um það...

föstudagur, desember 05, 2003

Attention, allir prófsjúkir námsmenn!

Klikkið hér og ykkur mun betur líða... (kveikt á hátölurum, annars ekkert gagn).

Annars er þetta líka soldið skemmtilegt:

E You are a very exciting person.
L Love is something you deeply believe in.
I You are always smiling & making others smile.
N You like to work, but you always want a break.

Hmmm... ennið hljómar nokkuð rétt, allavega með að taka sér breik, en ég veit svosum ekki með restina...
Þetta er annars stolið frá honum Valdimari og læt ég hann í sárabætur fá link hér til hægri. Þess má til gamans geta að hann var með mér í skóla og kór og er núna að læra stærðfræði í Háskólanum. Misjafn er mannanna smekkur, ég er einmitt himinlifandi yfir að þurfa ekki að læra meiri stærðfræði en Stærðfræðigreiningu IC. En hérna er svo listinn góði, sem inniheldur allt sem fólk þarf að vita um persónuleika sinn.

A You can be very quiet when you have something on your mind.
B You are always cautious when it comes to meeting new people.
C You definitely have a partier side in you, don't be shy to show it.
D You have trouble trusting people.
E You are a very exciting person.
F Everyone loves you.
G You have excellent ways of viewing people.
H You are not judgmental.
I You are always smiling & making others smile.
J Jealousy.
K You like to try new things.
L Love is something you deeply believe in.
M Success comes easily to you.
N You like to work, but you always want a break.
O You are very open-minded.
P You are very friendly and understanding.
Q You are a hypocrite.
R You are a social butterfly.
S You are very broad-minded.
T You have an attitude, a big one.
U You feel like you have to equal up to people's standards.
V You have a very good physical and looks.
W You like your privacy.
X You never let people tell you what to do.
Y You cause a lot of trouble.
Z You're always fighting with someone.

Annars geri ég mér grein fyrir því að mitt álit á því hvað er skemmtilegt er væntanlega orðið soldið brenglað, klukkan er að verða 3 um nótt og ég er að hanga á netinu með Calculusinn opinn við hliðina á mér í von um að stafirnir hoppi inn í hausinn án þess að ég þurfi að hafa fyrir því eða horfa á bókina. Þetta hefur virkað mjög vel, ég þarf ekki að læra neitt meira fyrir prófið 10. des og ætla að eyða tímanum fram að því í fyllerí. Mæli með þessari aðferð. Skál!

þriðjudagur, desember 02, 2003

Kominn 2. desember og ég ekki búin að jólaskreyta neitt. Ástæðan fyrir því er svosem ósköp einföld; við eigum ekkert jólaskraut hérna á Vestugötunni og ég veit svosem ekki hvað ég ætti að kaupa. Hef líka ekki tíma fyrir eitthvað búðarráp þessa dagana... en það þýðir ekki að ég geti ekki sent ykkur öllum þarna úti jólakveðju!

Já, það er sko aldeilis greinilegt að það eru fleiri en Michael Jackson sem eru með Pétur Pan-komplexa... be sure to check out his fashion page.... almáttugur minn. Spáið í því að þetta er fimmtugur karlmaður...