þriðjudagur, desember 16, 2003

Mesta prófablogg fokking ever!

Annað prófið búið, Eðlisfræði B. Það var þyngra en ég bjóst við en mér gekk samt ágætlega. En alveg er það merkilegt hvernig mér tekst alltaf að gera hluti á síðustu stundu þó ég hafi nógan tíma... hef ég að þessu tilefni samið ljóð sem ber heitið ,,Sex dagar eðlisfræðiprófs". Þetta er leirburður af verstu sort en þó má benda áhugasömum á að þeir geta reynt að syngja textann við lagið ,,Þrettán dagar jóla".


Sex dagar eðlisfræðiprófs

Á fyrsta degi eðlisfræði
var Elín ósköp glöð
því hún var búin með stærðfræðipróf
og eðlisfræðiprófið var svo langt í burtu
að hún slappaði af
og lærði ekki neitt þann dag.

Á öðrum degi eðlisfræði
ætlaði Elín að byrja að læra
en hún fór í klippingu,
fór svo til pabba síns og mömmu
en þegar í sveitina kom var hún með hausverk og þreytt
svo hún lærði ekki neitt (þann dag).

Á þriðja degi eðlisfræði
tók Elín upp bækurnar
og las heila 6 kafla
og hugsaði: ,,Jei, aðeins 19 eftir"
svo hún lærði smá eðlisfræði þann dag.

Á fjórða degi eðlisfræði
fór Elín að panikka
því hún fór að hafa áhyggjur af efnafræðiprófinu
svo hún ákvað að lesa efnafræði í staðinn,
las hálfan kafla og reiknaði erfið dæmi,
en hún lærði enga eðlisfræði þann dag.

Á fimmta degi eðlisfræði
ákvað Elín að læra meiri efnafræði
og kláraði einn kafla (í viðbót)
en það tók næstum allan daginn,
svo lærði hún eðlisfræði fram á nótt
og kláraði fimm kafla
svo hún lærði eðlisfræði þann dag.

Á sjötta degi eðlisfræði
tók alvaran við,
en hún eyddi samt:
2 tímum í rútu
2 tímum í að horfa á tvöfaldan lokaþátt Survivor
(Sandra vann sem var gaman)
1 tíma að hanga á netinu
3 tímum í að reyna að sofna
en henni tókst að klára restina!
Hún fór í prófið, gekk ágætlega
og er núna ekki búin að sofa í 26 tíma!!!!
(sem er kannski ástæðan fyrir því að hún er að skrifa svona bull)


Gleðilega eðlisfræði nær og fjær!

En núna vona ég að mér takist að sofna, svo bíða mín yndislegir 6 kaflar af efnafræði sem þarf að frumlesa og glósa og reikna og gráta o.s.frv.