Hef gengið í gegnum hina miklu eldskírn: fyrsta prófið mitt í háskóla, í stærðfræðigreiningu IC. Þetta var nú bara ekkert svo hræðilegt, frekar sanngjarnt próf að mínu mati, vel rúmur tími (var búin með prófið (eða það sem ég gat af því) þegar hálftími var eftir af próftíma) og ef allt fer á besta veg giska ég á að fá 8,0-8,5. Núna líður mér bara eins og ég sé búin í prófum; næsta próf er ekki fyrr en 16. des.... aahhhh hvað er gott að geta verið soldið löt núna... var reyndar að fá snilldarinnar hugdettu: að kíkja kannski bara heim í sveitina, læra þar í ró og næði og skoða nýja hvolpinn okkar :D
Núna er Atli (ásamt fleirum) á mjús... en ég hef það sko líka næs og er bara að hlusta á mjús í tölvunni, maður hatar ekki Absolution...
Þura hringdi, jibbíkóla! Hérna er svo diffurjafna dagsins:
xy' = 7y + 1
x er stærra en 0. Leysið þannig að þegar y = 0 þá er x = 1.
<< Home