fimmtudagur, desember 18, 2003

Ja, hvur andskotinn...

Mér hefur aldrei gengið jafn illa í prófi og í efnafræðiprófinu í morgun. Ég býst reyndar við að ná (taldi að ég væri með 49 nokkuð pottþétt stig af 100) en það er bara kraftaverk ef ég fæ hærra en 6,5. Reyndar var ég alveg búin að sætta mig við að ég ætti ekkert skilið að fá góða einkunn í efnafræði því einhvern veginn náði ég alltaf að láta hana sitja á hakanum, það var alltaf eitthvað svo mikið að gera í stærðfræði, eðl-skýrslum og bjánalegum-nám-og-störf-í-lyfjafræði-verkefnum...
En þegar ég veit að manneskjum, sem voru miklu duglegri að læra en ég (semsagt: voru ekki að frumlesa 2/3 af námsefninu í gær), gekk líka mjög illa þá er nú farin að vera einhver skítalykt af prófinu sjálfu. Það var allavega mun erfiðara en jólaprófið í fyrra, og var það þó ekkert létt.
Þetta eru þó allavega merkileg tímamót fyrir mig, ég hef aldrei áður verið nálægt því að falla í prófi, man einu sinni eftir því að hafa fengið 7,5 á kaflaprófi og fannst það alveg agalegt.

EN... ég er búin í prófum sem er náttúrulega alveg eðal, eins og þeir segja á Egilstöðum... Nú tekur ýmislegt skemmtilegt við, eins og stúdentsveisla og stúndentsveisla, jólagjafareddingar, kannski smá tiltekt (jafnvel bakstur? nei, vertu nú róleg kelling) og 10 tíma bíómaraþon og vonandi eitthvað djamm, allavega jólaglögg á laugardagskvöldið. Held annars ég hafi aldrei áður farið í jólaglögg.