þriðjudagur, desember 23, 2003

Tvær einkunnir komnar!

8,5 í eðlisfræði sem ég er bara mjöööög sátt við og 7,5 í Nám og störf í lyfjafræði (segir kennarinn, sem því miður er drulluk***a svo ég tek bara ekkert mark á henni, ég veit að ég fékk 9,5!) Svo, 8,5 og 9,5 ; það er ekki slæmt. Nú bíð ég bara með fiðring í maganum eftir hinum tveimur...

Annars er ég komin heim í sveitina fyrir jólin, kom heim í gær og var að vinna eins og mófó í allan dag, byrjaði kl. 8 í morgun, takk fyrir! En ég ætti ekki að þurfa að vinna neitt á morgun sem er bara heví næs, maður verður að geta setið á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið og horft á jólateiknimyndirnar með litlu systkinum sínum :D

Áður en ég fór í sveitina afrekaði ég það að fara í stúdentsveislur hjá Ragnheiði og Svenna, voru þær báðar hinar glæsilegustu og óska ég þeim enn og aftur til hamingju og þakka fyrir mig. Svo djammaði ég alltof mikið á föstudagskvöldið og soldið á laugardagskvöldið, það var gaman.
Svo rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur: Lord of the Rings maraþon. Ég get eiginlega ekki haft nein orð um það, bara það að þessir 10 tímar (og tilheyrandi hálsrígur og svitabað) voru SVOOO þess virði. Með þriðju myndinni er virkilega búið að sprengja kvikmyndaskalann og setja ný viðmið... algjör skylda að sjá þessa snilld. Í alvörunni.

Og hvað er þá meira viðeigandi en quiz?

aragorn
Congratulations! You're Aragorn!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla

Þetta er nú mest sexý gaur í heimi sko.... en jú hann er frekar dörrtí ;)

Ef ég blogga ekki meira fyrir jól: gleðileg jól til ykkar allra og megið þið hafa það sérstaklega gott yfir hátíðarnar. Það ætla ég að gera.