miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Ég rakst á skemmtilegar pælingar Skúla um allar þær lystisemdir sem hann myndi leyfa sér ef hann byggi einn. Nú búum við hérna ein á Vesturgötunni (eða alltént ekki í foreldrahúsum) og þess vegna langar mig til að skoða þennan lista aðeins í ljósi ,,the real life".

Ef Skúli byggi einn...

...myndi hann blasta bassaleikinn aðeins meira.
(Engan eigum við bassann, en aftur á móti didgeridoo, tölvu(r), græjur og sjónvarp. Allt þetta er hægt að blasta sökum heyrnardeyfðar gömlu konunnar á neðri hæðinni. Svo... check.)

...hlustaði hann aldrei á fréttir eða annan slíkan sora.
(Ekki við heldur. Okkur finnst það leiðinlegt. Check.)

...héldi hann partí eða slíkt um hverja helgi.
(Sorrý, tiltektin bæði fyrir og eftir partí verður bara of mikil. Aftur á móti er íbúðin okkar alltaf opin (bæði virka daga og helgar!) fyrir tsjilli með góðu fólki. Semi-check.)

...væri alltaf góður matur.
(Hjá okkur er oftast enginn matur. Hver hefur líka tíma, peninga og kunnáttu til að vera alltaf að elda góðan mat (nema hún auðvitað) ?)

...ætti hann DVD-spilara.
(Sweeeet. Check.)

...myndi hann sofa nakinn (sökum einstöku svefngöngu kann ég ekki við það meðan ég bý í föðurhúsum)
(Engin er svefngangan sem betur fer. Check.)

...drykki hann ógrynni af malti.
(...hmmm.... Toni drekkur ógrynni af Pepsi. Telur það?)

...svæfi hann mikið um helgar.
(Check check check.)

...gengi hann mikið um nakinn.
(...huh... no comment)

...ætti hann alltaf til kaldan bjór.
(Alltaf þegar fjárhagurinn leyfir. Check.)

...byði hann vinum og vandamönnum í mat endrum og eins.
(Það væri nú gaman... en já, leti og peningaleysi vega þungt.)

...keypti hann moggann á svörtu af blaðberanum.
(Læt Atla bara stela mogganum úr vinnunni...)


Af lista þessum má sjá að við Atli ,,be leadin' the good life", fyrir utan reikninga, þrif og matarinnkaup...

Annars skrapp ég nú heim til föðurhúsanna (helst greinilega ekki lengi í Rvk í einu) á laugardaginn og kom heim í dag. Er búin að fixa upp gamla hjólið mitt og tók það með mér í bæinn. Já, nú skal sko hjólað í skólann á hverjum degi... obboslega fitt lyfjafræðingur in the making... Annars byrjar Háskólinn á morgun. Oy vei. Sýnist að ég þurfi bara að mæta í Eðlisfræði 1B á morgun. Fyrir áhugasama (eða stalkera) þá er stundataflan mín hér.
Ég hlakka til... :)

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Kakan mín tókst geðveikt vel og var étin upp til agna á stórfélagsfundi hvar ég var elsta manneskjan. Fyndið það. Ég hafði svosem engan rétt til að sitja þennan fund þar sem ég er ekki einu sinni í MH en þar sem fundurinn var haldinn hér nennti ég nú ekki að sitja ein inni í herbergi. Og svo þurfti ég líka að fylgjast með hvort fólk væri ekki örugglega að gera kökunni (barninu mínu) góð skil.
Nú er planið að fara á tónleika með Isidor...

Ýmislegt hefur drifið á daga mína undanfarið, ekki síst síðan 13. ágúst þegar við Þura lögðum af stað í hringferð um landið... og komum heim í gær. Þetta var æðisleg ferð, við vorum í sól og blíðu svo til allan tímann og það rigndi EKKERT á okkur (nema í gær, við lögðum af stað frá Akureyri í sólskini en eftir því sem við nálguðumst Reykjavík varð veðrið verra og það fór að rigna). Ég skrifaði magnaðan ferðaannál á leiðinni en er ekki með hann á mér sem stendur svo ferðasagan verður aðeins að bíða betri tíma.

Við Atli fórum á Pirates of the Caribbean í gær og skemmtum okkur konunglega. Johnny Depp var skrilljón sinnum meira sexí en pretty boyinn Orlando Bloom, sem þó var ekki alslæmur (ætli hann fari ekki bara í taugarnar á mér því mér finnst Legolas svo pansy-looking eitthvað). Ég var reyndar sannfærð um það alla myndina að ég væri að horfa á Winonu Ryder í kvenhlutverkinu en fannst hún þó vera með óvenjustóra efrivör, hélt hún hefði bara farið í sílikon eða eikkva. Það kom mér svo mjög á óvart þegar ég uppgötvaði að þetta var ekkert hún. Er ég eitthvað geðveik að finnast þær rosalega líkar með alveg eins raddir?

Ætla að fara að vígja hrærivélina mína og baka gulrótarköku í fyrsta skipti...

föstudagur, ágúst 08, 2003

Fór á Ókindar og Búdrýgindatónleika á Gauknum áðan, það var bara voða fínt. Dýr bjór þó.

Jæja, þar sem ég er 21.49901% nörd þá hef ég ákveðið að birta hérna álfanafnið mitt, en það er Silmarwen Táralóm. Sem hobbiti myndi ég aftur á móti heita Peony Gamwich of the Bree Gamwiches. Hvað myndir þú heita í Lord of the Rings?

Til gamans má geta að ef Atli væri hobbiti héti hann Bulbo Gamgee-Took of Bywater. Held við værum myndarleg hobbitahjón.

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Vinstra augað mitt er búið að vera í grátkasti í kvöld. Það lekur bara stöðugt úr því. Hef aldrei lent í þessu áður. Kannski er undirmeðvitundin mín geðveikt miður sín út af einhverju en eini líkamsparturinn sem er að fatta það er augað. Kannski er ég að gráta einhvern atburð sem á enn eftir að gerast. The psychic eye.

Annars horfði ég á hræðilega mynd með öðru auganu (því heilbrigða) í kvöld um fljúgandi piranhafiska sem átu fólk og gáfu frá sér skrýtin hljóð, á meðan ég pússaði skóna mína OG stígvélin mín. Svo drakk ég líka öl í hópi góðs fólks. Enn og aftur vil ég benda á hvað það er gott að vera í fríi.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Gott er að vera í fríi. Gott er sérstaklega að vera í fríi fram til 27. ágúst. Ég ætla allavega að gera fullt af merkilegum og skemmtilegum hlutum í þessu fríi. Jájá. Svo fæ ég líka útborgað á morgun... þetta er allt að koma.

mánudagur, ágúst 04, 2003

Stelpurnar í vinnunni voru að segja mér frá því í gær að það væri ung kona sem stundaði það að panta sér pizzu og koma svo nakin til dyra til að sjokkera pizzasendlana. Það hafa víst flestir sendlarnir á Hróa lent í henni. Hvort þeir báru varanlegan skaða af fylgir ekki sögunni. En svo datt mér í hug: hvernig væri að snúa dæminu við? Að fara að senda út pizzasendla sem koma naktir með pizzuna? Við myndum kannski fá fleiri pantanir frá einmana konum, en ætli flestir aðrir myndu ekki bara snúa sér til Domino's eða eitthvað.
Allavega engin ástæða til þess að vera einmana á síðkvöldum...

laugardagur, ágúst 02, 2003

Atli er staddur úti í Eyjum um þessar mundir að skemmta sér. Í dag heyrði hann einmitt þá stórmerkilegu kjaftasögu frá kunningjum okkar að við værum löngu hætt saman og Atli byrjaður með Höllu! Maður er bara alveg bet... þessi saga á víst að hafa gengið víða og lengi. Langar mig náðarsamlegast að biðja ykkur, ef þið þekkið einhvern sem hefur heyrt þessa sögu og trúað henni, að leiðrétta misskilninginn við fyrsta tækifæri. Við Atli eigum 4 ára afmæli saman þann 4. september, höfum aldrei hætt saman og höfum ekki í hyggju að byrja á því núna.
Annars vann ég í 14 tíma í dag og vinn líklega annað eins á morgun. Væri alveg til í að vera í Eyjum sko.