Vinstra augað mitt er búið að vera í grátkasti í kvöld. Það lekur bara stöðugt úr því. Hef aldrei lent í þessu áður. Kannski er undirmeðvitundin mín geðveikt miður sín út af einhverju en eini líkamsparturinn sem er að fatta það er augað. Kannski er ég að gráta einhvern atburð sem á enn eftir að gerast. The psychic eye.
Annars horfði ég á hræðilega mynd með öðru auganu (því heilbrigða) í kvöld um fljúgandi piranhafiska sem átu fólk og gáfu frá sér skrýtin hljóð, á meðan ég pússaði skóna mína OG stígvélin mín. Svo drakk ég líka öl í hópi góðs fólks. Enn og aftur vil ég benda á hvað það er gott að vera í fríi.
<< Home