Ég rakst á skemmtilegar pælingar Skúla um allar þær lystisemdir sem hann myndi leyfa sér ef hann byggi einn. Nú búum við hérna ein á Vesturgötunni (eða alltént ekki í foreldrahúsum) og þess vegna langar mig til að skoða þennan lista aðeins í ljósi ,,the real life".
Ef Skúli byggi einn...
...myndi hann blasta bassaleikinn aðeins meira.
(Engan eigum við bassann, en aftur á móti didgeridoo, tölvu(r), græjur og sjónvarp. Allt þetta er hægt að blasta sökum heyrnardeyfðar gömlu konunnar á neðri hæðinni. Svo... check.)
...hlustaði hann aldrei á fréttir eða annan slíkan sora.
(Ekki við heldur. Okkur finnst það leiðinlegt. Check.)
...héldi hann partí eða slíkt um hverja helgi.
(Sorrý, tiltektin bæði fyrir og eftir partí verður bara of mikil. Aftur á móti er íbúðin okkar alltaf opin (bæði virka daga og helgar!) fyrir tsjilli með góðu fólki. Semi-check.)
...væri alltaf góður matur.
(Hjá okkur er oftast enginn matur. Hver hefur líka tíma, peninga og kunnáttu til að vera alltaf að elda góðan mat (nema hún auðvitað) ?)
...ætti hann DVD-spilara.
(Sweeeet. Check.)
...myndi hann sofa nakinn (sökum einstöku svefngöngu kann ég ekki við það meðan ég bý í föðurhúsum)
(Engin er svefngangan sem betur fer. Check.)
...drykki hann ógrynni af malti.
(...hmmm.... Toni drekkur ógrynni af Pepsi. Telur það?)
...svæfi hann mikið um helgar.
(Check check check.)
...gengi hann mikið um nakinn.
(...huh... no comment)
...ætti hann alltaf til kaldan bjór.
(Alltaf þegar fjárhagurinn leyfir. Check.)
...byði hann vinum og vandamönnum í mat endrum og eins.
(Það væri nú gaman... en já, leti og peningaleysi vega þungt.)
...keypti hann moggann á svörtu af blaðberanum.
(Læt Atla bara stela mogganum úr vinnunni...)
Af lista þessum má sjá að við Atli ,,be leadin' the good life", fyrir utan reikninga, þrif og matarinnkaup...
Annars skrapp ég nú heim til föðurhúsanna (helst greinilega ekki lengi í Rvk í einu) á laugardaginn og kom heim í dag. Er búin að fixa upp gamla hjólið mitt og tók það með mér í bæinn. Já, nú skal sko hjólað í skólann á hverjum degi... obboslega fitt lyfjafræðingur in the making... Annars byrjar Háskólinn á morgun. Oy vei. Sýnist að ég þurfi bara að mæta í Eðlisfræði 1B á morgun. Fyrir áhugasama (eða stalkera) þá er stundataflan mín hér.
Ég hlakka til... :)
<< Home