Stelpurnar í vinnunni voru að segja mér frá því í gær að það væri ung kona sem stundaði það að panta sér pizzu og koma svo nakin til dyra til að sjokkera pizzasendlana. Það hafa víst flestir sendlarnir á Hróa lent í henni. Hvort þeir báru varanlegan skaða af fylgir ekki sögunni. En svo datt mér í hug: hvernig væri að snúa dæminu við? Að fara að senda út pizzasendla sem koma naktir með pizzuna? Við myndum kannski fá fleiri pantanir frá einmana konum, en ætli flestir aðrir myndu ekki bara snúa sér til Domino's eða eitthvað.
Allavega engin ástæða til þess að vera einmana á síðkvöldum...
<< Home