Atli er staddur úti í Eyjum um þessar mundir að skemmta sér. Í dag heyrði hann einmitt þá stórmerkilegu kjaftasögu frá kunningjum okkar að við værum löngu hætt saman og Atli byrjaður með Höllu! Maður er bara alveg bet... þessi saga á víst að hafa gengið víða og lengi. Langar mig náðarsamlegast að biðja ykkur, ef þið þekkið einhvern sem hefur heyrt þessa sögu og trúað henni, að leiðrétta misskilninginn við fyrsta tækifæri. Við Atli eigum 4 ára afmæli saman þann 4. september, höfum aldrei hætt saman og höfum ekki í hyggju að byrja á því núna.
Annars vann ég í 14 tíma í dag og vinn líklega annað eins á morgun. Væri alveg til í að vera í Eyjum sko.
<< Home