Ýmislegt hefur drifið á daga mína undanfarið, ekki síst síðan 13. ágúst þegar við Þura lögðum af stað í hringferð um landið... og komum heim í gær. Þetta var æðisleg ferð, við vorum í sól og blíðu svo til allan tímann og það rigndi EKKERT á okkur (nema í gær, við lögðum af stað frá Akureyri í sólskini en eftir því sem við nálguðumst Reykjavík varð veðrið verra og það fór að rigna). Ég skrifaði magnaðan ferðaannál á leiðinni en er ekki með hann á mér sem stendur svo ferðasagan verður aðeins að bíða betri tíma.
Við Atli fórum á Pirates of the Caribbean í gær og skemmtum okkur konunglega. Johnny Depp var skrilljón sinnum meira sexí en pretty boyinn Orlando Bloom, sem þó var ekki alslæmur (ætli hann fari ekki bara í taugarnar á mér því mér finnst Legolas svo pansy-looking eitthvað). Ég var reyndar sannfærð um það alla myndina að ég væri að horfa á Winonu Ryder í kvenhlutverkinu en fannst hún þó vera með óvenjustóra efrivör, hélt hún hefði bara farið í sílikon eða eikkva. Það kom mér svo mjög á óvart þegar ég uppgötvaði að þetta var ekkert hún. Er ég eitthvað geðveik að finnast þær rosalega líkar með alveg eins raddir?
Ætla að fara að vígja hrærivélina mína og baka gulrótarköku í fyrsta skipti...
<< Home