laugardagur, október 16, 2004

Fór á Prodiggidy í gær, gaman.
Það var soldið fyndið að sjá Quarashi á sviði, 2 litlir menn (Steini og Tiny) og einn stór (Suarez). Þetta var svona ,,tvær stutt, ein löng, fingur á stöng og flokkur sem spilaði og söng." Am I funny or what?
Var svo uppgefin og sveitt eftir tónleikana að ég fór heim, í sturtu, gerði mig fína og ætlaði niðrí bæ... en hálfsofnaði svo bara í sófanum með áfengan pilsner í hönd. Var samt sátt við að vakna í morgun þynnkulaus.

Er að fara út að borða með lybbagellunum á eftir, svo er planið að djamma á eftir. Eins gott að ég standi við það eftir aumingjaskapinn í gær... held ég sé að verða gömul.

Átaksstatus: Fór ekki í gymmið í gær EN fór á Prodiggidy sem var örugglega meira vorkát í sjálfu sér. Fair enough. Er ekki búin að vörka át í dag, léleg.... en annars er nammidagur hjá mér í dag og það eina óholla sem ég er búin að borða og drekka er hnetuvínarbrauð og súperdós.
Þetta er líka það eina sem ég er búin að borða í dag. Þarf nauðsynlega að fara að skella í mig smá pilsner.

miðvikudagur, október 13, 2004

Memo to self:

Hangs og ofsvefn eru mannskemmandi og hættulegri en eiturlyf.
Muna þetta.

Takk fyrir.

Er fólk eitthvað feimnara við að kommenta í þessu nýja kommentakerfi? Mér er spurn...

Annars þá er ég að springa af dugnaði eins og venjulega, var búin í skólanum kl. 18 og fór þá beint í háskólagymmið sem er bara hið fínasta gymm, ætlaði að kaupa mér kort en konan gat ekki tekið debit svo ég fékk bara frían prufutíma :-D
Í dag átti ég semsagt að taka "fast hill walk" þannig að ég var bara dugleg að hamast á gradient takkanum á hlaupabrettinu. Þetta var afskaplega góð hreyfing fyrir gluteus maximus, ekki veitir af. Svo er ég líka búin að vera svo dugleg að borða hollt, hef varla borðað neitt óhollt síðan á mánudaginn (nema EINN sopa af kók til að skola niður bragðinu af vondri japanskri rækjuhrísköku.... don't even ask)... er soldið að spá í hvort ég eigi að setja upp aðra síðu þar sem ég held matar- og æfingadagbók, er það sniðugt eða asnalegt? Endilega tjáið ykkur!

Í kvöld er sjónvarpskvöldið mitt, ég missi sko ekki af America's next top model eða L word... nehei. Ég er hætt að nenna að fylgjast með Survivor, voðalega eitthvað óspennandi fólk í þessari seríu. Verst að ég þarf að læra einhvern böns fyrir morgundaginn.... þetta hlýtur að reddast.

þriðjudagur, október 12, 2004

Já, ég fór út að skokka í gær í hellirigningu... duglegust í heimi! Í dag er svo hvíldardagur og á morgun geri ég eitthvað massívt sjitt, fer líklega í háskólagymmið og kaupi mér kort.

Það er búið að fjölga um einn hérna hjá okkur, núna er hjá okkur ljósgulur dísargaukur að nafni Bjartur en hann er líklega bara í pössun í nokkra daga. Pípinn er svolítið afbrýðissamur en ég held að hann lifi það af...

Og jess, ég fer á Prodigy á föstudaginn, vona að þeir spili bara nóg af gömlu góðu lögunum,
þessi nýi diskur þeirra fer svona la la í mig. Er reyndar ekki búin að hlusta neitt svaka mikið á hann en finnst Hot ride og Girls ágætis lög (eða á skrifa það Girlz? er ekki vissur...)
Allavega var ógisslega gaman þegar ég fór síðast á Prodigy í Höllinni, ég var fremst, kom mynd af mér í mogganum og allt... en jæja, farin að læra eða eitthvað.

mánudagur, október 11, 2004

Jæja, er að reyna að skella inn einhverjum prófíl en elsku blogger lætur eins og asni og publishar ekki neitt... er ekki ennþá farin út að skokka, svei.

Og já, það bætist kannski nýr íbúi á Vesturgötuna fljótlega, meira um það síðar ;-)

Dugleg!!!

....eða eitthvað. Var nefnilega að skoða kerlingablað og sá soldið sniðugt, Nike var að auglýsa síðuna nikewomen.com/uk því þar er að finna 4 mismunandi æfingaplön sem hönnuð eru af 4 topp íþróttakonum, þessu getur maður svo halað niður og nýtt sér. Ég valdi mér eitthvert hlaupaplan, planið gildir fyrir einn mánuð og eftir það verður maður svaka fitt... eða ekki alveg jafn ófitt. Maður æfir mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga og á planinu eru nákvæmar leiðbeiningar (og meirasegja vídjó!) um hvað á að gera á hverjum degi. Í dag á ég að fara út að hlaupa, ,,short run" og þar á ég að hita upp (svaka nákvæmar leiðbeiningar hvernig maður á að gera það!) og skokka svo í 1 mínútu og labba í fjórar og endurtaka það þrisvar sinnum. Pffff, hef nú aðeins meira þol en svo... spurning hvort maður á að fylgja planinu út í ystu æsar eða gera bara eins og maður hefur þol til? Svo er rigning úti... bara hressandi.
En jæja, öll hreyfing er betri en engin og mér finnst gott að hafa plan til að fara eftir, annars verð ég bara konfjúsd og geri ekkert.
Og þarna sjáið þið börnin góð, að það getur alveg stundum verið gott að lesa kerlingablöð, þó þau séu hönnuð til að láta konum líða illa og plata þær til að kaupa drasl. Reyndar var þetta í Glamour sem er nú með betri blöðunum, allavega er hlutfallið góðar greinar/auglýsingar töluvert hærra en fyrir t.d Cosmo og Marie Claire...

sunnudagur, október 10, 2004

Var að skipta um lúkk á síðunni eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir. Halló'skan kommentakerfið fór þó í einhverja köku þegar ég reyndi að setja það inn upp á nýtt svo ég ætla að prófa þetta innbyggða kommakerfi hjá Blogger, vona að það sé ekki heimskt drasl.

Ég hélt japönskunemapartý í gær sem var fyrsta official gettúgeððer nemendafélagsins okkar, Koohii Bureeku. Einhverjir gætu velt því fyrir sér hvað Koohii Bureeku þýðir eiginlega... þetta er einfaldlega japanska fyrir "coffee break". Óneitanlega vinsælasta orðið í tímum hjá okkur.
Aníveis, partýið var success og veitingarnar voru súper og ég var kúl.

Þarnæstu helgi er ég að fara austur fyrir fjall að passa systkini mín því þau gömlu ákváðu að skella sér til London. Ekkert nema gott um það að segja, alltaf gott að komast heim í sveitina, nema ég er búin að komast að því að ég missi af Airwaves, Októberfesti efnafræðinema (sem mér var boðið í af sjálfum formanninum) og (líklega) fyrstu vísindaferð japönskunema! Þetter alveg agalegt... eins gott að þau kaupi handa mér iPod í London.

Skúli litli bróðir minn er byrjaður að blogga!! Hvet ykkur eindregið til að kíkja á síðuna hans og skrifa í gestabókina. Hann er 9 ára gamall Man. Utd. fan og hatar ekki Jennifer Aniston.
Þetta hefur hann um mig að segja á síðunni sinni: ,,elín er ein af bestu systrum í heimi hún er klár, findin, ljúf, og stúdend". Haha, I luuuuves him... Skúli, þú ert besti og sætasti bróðir í heimi :-D