Dugleg!!!
....eða eitthvað. Var nefnilega að skoða kerlingablað og sá soldið sniðugt, Nike var að auglýsa síðuna nikewomen.com/uk því þar er að finna 4 mismunandi æfingaplön sem hönnuð eru af 4 topp íþróttakonum, þessu getur maður svo halað niður og nýtt sér. Ég valdi mér eitthvert hlaupaplan, planið gildir fyrir einn mánuð og eftir það verður maður svaka fitt... eða ekki alveg jafn ófitt. Maður æfir mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga og á planinu eru nákvæmar leiðbeiningar (og meirasegja vídjó!) um hvað á að gera á hverjum degi. Í dag á ég að fara út að hlaupa, ,,short run" og þar á ég að hita upp (svaka nákvæmar leiðbeiningar hvernig maður á að gera það!) og skokka svo í 1 mínútu og labba í fjórar og endurtaka það þrisvar sinnum. Pffff, hef nú aðeins meira þol en svo... spurning hvort maður á að fylgja planinu út í ystu æsar eða gera bara eins og maður hefur þol til? Svo er rigning úti... bara hressandi.
En jæja, öll hreyfing er betri en engin og mér finnst gott að hafa plan til að fara eftir, annars verð ég bara konfjúsd og geri ekkert.
Og þarna sjáið þið börnin góð, að það getur alveg stundum verið gott að lesa kerlingablöð, þó þau séu hönnuð til að láta konum líða illa og plata þær til að kaupa drasl. Reyndar var þetta í Glamour sem er nú með betri blöðunum, allavega er hlutfallið góðar greinar/auglýsingar töluvert hærra en fyrir t.d Cosmo og Marie Claire...
<< Home