Var að skipta um lúkk á síðunni eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir. Halló'skan kommentakerfið fór þó í einhverja köku þegar ég reyndi að setja það inn upp á nýtt svo ég ætla að prófa þetta innbyggða kommakerfi hjá Blogger, vona að það sé ekki heimskt drasl.
Ég hélt japönskunemapartý í gær sem var fyrsta official gettúgeððer nemendafélagsins okkar, Koohii Bureeku. Einhverjir gætu velt því fyrir sér hvað Koohii Bureeku þýðir eiginlega... þetta er einfaldlega japanska fyrir "coffee break". Óneitanlega vinsælasta orðið í tímum hjá okkur.
Aníveis, partýið var success og veitingarnar voru súper og ég var kúl.
Þarnæstu helgi er ég að fara austur fyrir fjall að passa systkini mín því þau gömlu ákváðu að skella sér til London. Ekkert nema gott um það að segja, alltaf gott að komast heim í sveitina, nema ég er búin að komast að því að ég missi af Airwaves, Októberfesti efnafræðinema (sem mér var boðið í af sjálfum formanninum) og (líklega) fyrstu vísindaferð japönskunema! Þetter alveg agalegt... eins gott að þau kaupi handa mér iPod í London.
Skúli litli bróðir minn er byrjaður að blogga!! Hvet ykkur eindregið til að kíkja á síðuna hans og skrifa í gestabókina. Hann er 9 ára gamall Man. Utd. fan og hatar ekki Jennifer Aniston.
Þetta hefur hann um mig að segja á síðunni sinni: ,,elín er ein af bestu systrum í heimi hún er klár, findin, ljúf, og stúdend". Haha, I luuuuves him... Skúli, þú ert besti og sætasti bróðir í heimi :-D
<< Home