miðvikudagur, október 13, 2004

Er fólk eitthvað feimnara við að kommenta í þessu nýja kommentakerfi? Mér er spurn...

Annars þá er ég að springa af dugnaði eins og venjulega, var búin í skólanum kl. 18 og fór þá beint í háskólagymmið sem er bara hið fínasta gymm, ætlaði að kaupa mér kort en konan gat ekki tekið debit svo ég fékk bara frían prufutíma :-D
Í dag átti ég semsagt að taka "fast hill walk" þannig að ég var bara dugleg að hamast á gradient takkanum á hlaupabrettinu. Þetta var afskaplega góð hreyfing fyrir gluteus maximus, ekki veitir af. Svo er ég líka búin að vera svo dugleg að borða hollt, hef varla borðað neitt óhollt síðan á mánudaginn (nema EINN sopa af kók til að skola niður bragðinu af vondri japanskri rækjuhrísköku.... don't even ask)... er soldið að spá í hvort ég eigi að setja upp aðra síðu þar sem ég held matar- og æfingadagbók, er það sniðugt eða asnalegt? Endilega tjáið ykkur!

Í kvöld er sjónvarpskvöldið mitt, ég missi sko ekki af America's next top model eða L word... nehei. Ég er hætt að nenna að fylgjast með Survivor, voðalega eitthvað óspennandi fólk í þessari seríu. Verst að ég þarf að læra einhvern böns fyrir morgundaginn.... þetta hlýtur að reddast.