miðvikudagur, september 29, 2004

Litlir ómerkilegir punktar um hitt og þetta

*Pepperoni pizzan á Eldsmiðjunni er held ég barasta besta pizza sem ég hef nokkurn tíma smakkað. Var að borða eina slíka rétt áðan og held ég muni bara aldrei jafna mig.

*Sims 2 er kominn í hús. Er reyndar alls ekki búin að spila hann mikið en samt búin að komast að því að fólkið í þessum leik er meira og minna geðveikt. Ein kerlingin tekur gjarnan upp á því að leika sér í baðkerinu og þykist vera sjóræningi og kafari. Önnur er með brókarsótt og hugsar ekki um annað allan daginn en að gera WooHoo með Simsaköllum, sem flestum og á sem flestum mismunandi stöðum. Og svo er sæti litli sóðalegi kallinn minn sem tekur gjarnan upp á því að borða uppúr ruslatunnunni. Ég ,,á" reyndar einn soldið góðan gaur sem er alltaf bara eitthvað heima hjá sér að chilla, mála myndir og gefa fiskunum sínum. Hann er kúl.

*Smakkaði 85% Ouzo í gær hjá grískum New York búa sem á rætur sínar að rekja til eyjarinnar Lesbos. Þetta var semsagt lesbian Ouzo og bara nokkuð gott, var samt hálftíma að drekka úr einu staupglasi því þetta drekkur maður ekki í stórum sopum skal ég segja ykkur.

*Fékk æðislegan pakka um daginn í pósti, hann innihélt myndavél, 3 gloss, eyrnalokka, armband OG nammi!!! Guðný, þú ert laaaangbest ;) Það er geðveikt gaman að fá pakka. Mæli með því að þið sendið einhverjum sem ykkur þykir vænt um pakka, þó það sé ekki nema ópal eða gamall sokkur eða eitthvað.

*Er í þeirri stöðu núna í fyrsta sinn í ,,my adult life" að ég hef fullt af tíma á höndum mér og veit oft ekki alveg hvað ég á að gera við hann. Þetta er gríðarlega erfitt.

*OKTOBERFEST á föstudaginn! Vantar Heidi outfit.

*Ég held ég hafi verið orðin 15 eða 16 ára þegar ég uppgötvaði að maður átti að gleypa lýsispillur. What a shame, mér fannst þær svo góðar á bragðið að ég tuggði þær alltaf!

*Bless.

föstudagur, september 17, 2004

Japanska er tvímælalaust kúlasta fagið í Háskóla Íslands.
Bara að láta ykkur vita. Kúlfaktorinn er alvarlega hár.
Better recognize.

Held það dragi reyndar töluvert úr persónulegum kúlheitum mínum að mig langar í Sims 2. Hef nebblega aldregi átt Sims en alltaf langað til þess.

Músíkin: Missy Elliott - Pass that dutch (líka alvarlega kúl, hell yeah....)

þriðjudagur, september 14, 2004


Pípinn partýfugl! (afsakið fókusinn, eigum ekki mjög góðar myndir af honum, digital kamera óskast!) Posted by Hello

Jahá, fólk er farið og kvarta og kveina (og jafnvel hóta að skipta um ríkisborgararétt) á kommentakerfinu svo ætli það sé ekki best að ég tjái mig soldið.

Er semsagt byrjuð í japönskunni á fullu og líst voða vel á þetta. Við erum ekki nema ca. 20 manns í bekknum svo þetta er bara kósý. Langflestir nemendurnir eru næs fólk...
Það er soldið skrýtinn tími að vera í skólanum frá kl 12-18 á daginn en ég held það henti mér ágætlega miðað við mína stórkostlegu mætingu í tíma fyrir hádegi síðasta vetur ;) og svo er alltaf frí á föstudögum. Me like! Annars er hérna ansi góð (og fyndin) lesning fyrir þá sem halda að það sé góð hugmynd að læra japönsku.

Ég er að fara á fuglakvöld á fimmtudagskvöldið með Pípinn! Þetta er ástargaukakvöld og er haldið heima hjá Tjörva (manninum sem á Furðufugla og fylgifiska) og þarna mæta fuglaeigendur með fuglana sína, fuglarnir fá að hittast og eigendurnir spjalla og gæða sér á léttum veitingum (fuglarnir líka!). Þetta hljómar örugglega voða undarlega fyrir þá sem þekkja lítið til páfagauka, en Pípinn minn er alveg rosaleg félagsvera og finnst ekkert skemmtilegra en að hitta aðra fugla og það er rosa gaman að geta leyft honum það. Hann hefur farið á svona kvöld einu sinni áður og það var svaka stuð, lengi á eftir þá mátti hann ekki heyra fuglahljóð í sjónvarpinu þá varð hann bara crazy og vildi sko finna þessa fugla!

Jæja, þarf að fara að lesa þurran og leiðinlegan texta um hvernig maður skilgreinir menningu og samskipti.... ví.

laugardagur, september 04, 2004

Gleði gleði!

Var búin að skrifa alveg heillanga bloggfærslu með sama titli áðan, en hún hvarf á dularfullan hátt og við það minnkaði gleðin aðeins. Ojæja, shit happens.
Við erum búin að vera netsambandslaus heima núna í ca. viku, vá hvað það er gott að komast aftur á netið og fá smá tengsl við umheiminn.... allavega netheiminn. Sit núna á Hressingarskálanum, hef aldrei komið hingað áður en þetta virðist vera fínn staður.

Á mánudaginn byrja í japönskunni, hlakka alveg gríðarlega til. Japanskan er, merkilegt nokk, flokkuð undir skor þýsku og norðurlandamála, en skyldleiki japönsku við germönsk mál hefur hingað til alveg farið fram hjá mér. Stundataflan mín er mikil snilld, hún er reyndar alltaf að breytast en lítur í augnablikinu svona út.

Við Þura fórum í alveg frábært ferðalag um Snæfellsnesið núna í lok ágúst, planið var svo að kíkja aðeins á Vestfirðina líka en við ákváðum í vondu veðri í Búðardal að bruna frekar í bæinn og fara á James Brown tónleika. Það var gaman.

Ég þori nú varla að skrifa meira af ótta við að þá ákveði blogger af kvikindisskap sínum að eyða öllu dótinu út. En já, núna er ég komin í sæti 97 á biðlista stúdentagarðanna. Þetta mjakast.