Jahá, fólk er farið og kvarta og kveina (og jafnvel hóta að skipta um ríkisborgararétt) á kommentakerfinu svo ætli það sé ekki best að ég tjái mig soldið.
Er semsagt byrjuð í japönskunni á fullu og líst voða vel á þetta. Við erum ekki nema ca. 20 manns í bekknum svo þetta er bara kósý. Langflestir nemendurnir eru næs fólk...
Það er soldið skrýtinn tími að vera í skólanum frá kl 12-18 á daginn en ég held það henti mér ágætlega miðað við mína stórkostlegu mætingu í tíma fyrir hádegi síðasta vetur ;) og svo er alltaf frí á föstudögum. Me like! Annars er hérna ansi góð (og fyndin) lesning fyrir þá sem halda að það sé góð hugmynd að læra japönsku.
Ég er að fara á fuglakvöld á fimmtudagskvöldið með Pípinn! Þetta er ástargaukakvöld og er haldið heima hjá Tjörva (manninum sem á Furðufugla og fylgifiska) og þarna mæta fuglaeigendur með fuglana sína, fuglarnir fá að hittast og eigendurnir spjalla og gæða sér á léttum veitingum (fuglarnir líka!). Þetta hljómar örugglega voða undarlega fyrir þá sem þekkja lítið til páfagauka, en Pípinn minn er alveg rosaleg félagsvera og finnst ekkert skemmtilegra en að hitta aðra fugla og það er rosa gaman að geta leyft honum það. Hann hefur farið á svona kvöld einu sinni áður og það var svaka stuð, lengi á eftir þá mátti hann ekki heyra fuglahljóð í sjónvarpinu þá varð hann bara crazy og vildi sko finna þessa fugla!
Jæja, þarf að fara að lesa þurran og leiðinlegan texta um hvernig maður skilgreinir menningu og samskipti.... ví.
<< Home