laugardagur, september 04, 2004

Gleði gleði!

Var búin að skrifa alveg heillanga bloggfærslu með sama titli áðan, en hún hvarf á dularfullan hátt og við það minnkaði gleðin aðeins. Ojæja, shit happens.
Við erum búin að vera netsambandslaus heima núna í ca. viku, vá hvað það er gott að komast aftur á netið og fá smá tengsl við umheiminn.... allavega netheiminn. Sit núna á Hressingarskálanum, hef aldrei komið hingað áður en þetta virðist vera fínn staður.

Á mánudaginn byrja í japönskunni, hlakka alveg gríðarlega til. Japanskan er, merkilegt nokk, flokkuð undir skor þýsku og norðurlandamála, en skyldleiki japönsku við germönsk mál hefur hingað til alveg farið fram hjá mér. Stundataflan mín er mikil snilld, hún er reyndar alltaf að breytast en lítur í augnablikinu svona út.

Við Þura fórum í alveg frábært ferðalag um Snæfellsnesið núna í lok ágúst, planið var svo að kíkja aðeins á Vestfirðina líka en við ákváðum í vondu veðri í Búðardal að bruna frekar í bæinn og fara á James Brown tónleika. Það var gaman.

Ég þori nú varla að skrifa meira af ótta við að þá ákveði blogger af kvikindisskap sínum að eyða öllu dótinu út. En já, núna er ég komin í sæti 97 á biðlista stúdentagarðanna. Þetta mjakast.