miðvikudagur, september 29, 2004

Litlir ómerkilegir punktar um hitt og þetta

*Pepperoni pizzan á Eldsmiðjunni er held ég barasta besta pizza sem ég hef nokkurn tíma smakkað. Var að borða eina slíka rétt áðan og held ég muni bara aldrei jafna mig.

*Sims 2 er kominn í hús. Er reyndar alls ekki búin að spila hann mikið en samt búin að komast að því að fólkið í þessum leik er meira og minna geðveikt. Ein kerlingin tekur gjarnan upp á því að leika sér í baðkerinu og þykist vera sjóræningi og kafari. Önnur er með brókarsótt og hugsar ekki um annað allan daginn en að gera WooHoo með Simsaköllum, sem flestum og á sem flestum mismunandi stöðum. Og svo er sæti litli sóðalegi kallinn minn sem tekur gjarnan upp á því að borða uppúr ruslatunnunni. Ég ,,á" reyndar einn soldið góðan gaur sem er alltaf bara eitthvað heima hjá sér að chilla, mála myndir og gefa fiskunum sínum. Hann er kúl.

*Smakkaði 85% Ouzo í gær hjá grískum New York búa sem á rætur sínar að rekja til eyjarinnar Lesbos. Þetta var semsagt lesbian Ouzo og bara nokkuð gott, var samt hálftíma að drekka úr einu staupglasi því þetta drekkur maður ekki í stórum sopum skal ég segja ykkur.

*Fékk æðislegan pakka um daginn í pósti, hann innihélt myndavél, 3 gloss, eyrnalokka, armband OG nammi!!! Guðný, þú ert laaaangbest ;) Það er geðveikt gaman að fá pakka. Mæli með því að þið sendið einhverjum sem ykkur þykir vænt um pakka, þó það sé ekki nema ópal eða gamall sokkur eða eitthvað.

*Er í þeirri stöðu núna í fyrsta sinn í ,,my adult life" að ég hef fullt af tíma á höndum mér og veit oft ekki alveg hvað ég á að gera við hann. Þetta er gríðarlega erfitt.

*OKTOBERFEST á föstudaginn! Vantar Heidi outfit.

*Ég held ég hafi verið orðin 15 eða 16 ára þegar ég uppgötvaði að maður átti að gleypa lýsispillur. What a shame, mér fannst þær svo góðar á bragðið að ég tuggði þær alltaf!

*Bless.