þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Polka!

Ó svo gott lag... og ekki er textinn síðri!

"Find him, find him
Tie him to a pole and break
His fingers to splinters
Drag him to a hole until he
Wakes up naked
Clawing at the ceiling
Of his grave"

Trallalala...

Jæja, bæði Herdís litla systir og Guðrún Stefáns búnar að klukka mig með þessu, here goes:

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
*að þrífa upp ælu á hvalaskoðunarbát
*barþjónn á Broadway
*að skanna kannanir fyrir Manneldisráð
*að afgreiða í Konfektbúðinni

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
*Trainspotting
*Manos: The hands of fate
*Napoleon Dynamite
*A life less ordinary

4 staðir sem ég hef búið á:
(hef þá 5 því það koverar alla staði sem ég hef búið á)
*Hveratún í Laugarási, Biskupstungum
*Færeyska sjómannaheimilið Örkin
*Vesturgata 50a
*Eggertsgata 24, íbúð 308
*Miðtún 80

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
*The Office
*The Simpsons
*Mystery Science Theater 3000
*24

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
*Köben
*Mallorca
*Portúgal
*Ítalía

4 síður sem ég skoða daglega:
*Háskólasíðan
*Baggalútur
*Svanhvít mín
*Þura mín (hehe, næstum eins og þeramín)

4 matarkyns sem ég held uppá:
*Dökkt súkkulaði
*Nautalundir, með rauðvíns- eða piparsósu og góðu rauðvíni með
*mangó-chutney kjúklingur
*Tom Ka súpan á Krua Thai

4 bækur sem ég les oft:
*allt eftir Murakami
*Sjálfstætt fólk
*Human Physiology (örugglega sú námsbók sem ég hef verið duglegust að lesa!)
*Dýragarðsbörnin (held að það sé sú bók sem ég hef oftast lesið)

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
*í ræktinni (langar fáránlega mikið í ræktina akkúrat núna!)
*á Ítalíu að túristast með Guðnýju og hjálpa henni að tuska til krakkann
*á Krít með Steinari (kannski í haust, hver veit :)
*í London að versla

4 bloggarar sem ég klukka:
*Þeramín
*Svanhvít mín
*Áslaug mín
*Steini minn

föstudagur, febrúar 17, 2006

Opið bréf til Þuríðar Helgadóttur

Virðulega Þuríður. Viltu vinsamlegast fága orðfæri þitt og tala minna um áfengi og kynferðismál í vefdagbók þinni því slíkt er mér ekki að skapi. Og ég spyr þig, hvernig ætlarðu að ná þér í gott eiginmannsefni með svona munnsöfnuði? Því eins og vitur kona mælti eitt sinn: ,,Þeir bestu ganga út fyrst (eða 15 ára gamlir)!"

Með bestu óskum um prúða framtíð,
Elín

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Idol?

Er komin sérstök Idol-búð? Er fólk gjörsamlega vangefið?
Jú, rosa frábært að geta rölt í Idol búðina og keypt sér Idol-nammi og Idol-ís til að troða í sig á meðan glápt er á þetta, líka um að gera að vera íklæddur Idol-bolnum og stuttbuxunum, haldandi á veifu.... FÁVITAR!!!

ps. Go Nana!

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Þú veist að þú ert búin/nn að vera of mikið í verklegri efnafræði þegar:

*þú bakar smákökur, vigtar þær svo og reiknar út heimturnar miðað við mól af hveiti sem voru notuð og hendir kökunum svo í ruslið
*þér finnst alveg agalegt að hafa ekki eimað vatn og aceton við hendina til að skola leirtauið eftir uppvask
*þú klæðist hlífðargleraugum, hanska og slopp við að spæla egg, helst inni í stinkskáp
*þú notar litlar spatúlur í staðinn fyrir teskeiðar
*þú sest niður til að horfa á sjónvarpið eða fara í tölvuna og það fyrsta sem þú hugsar þegar þú horfir á skjáinn er: ,,Af hverju eru UV-VIS rófin mín ekki á skjánum?"
*þér finnst leiðinlegt að hellurnar á bakaraofninum séu ekki með innbyggðri segulhræru
*þig dreymir um hitasveppi sem virka
*
þú ert farin/nn að skíra glervöruna þína (Jósefína er bara víst viðeigndi nafn fyrir tvístúta suðuflösku!)
*þú hitar grænmetissúpuna þína upp í 100°C yfir 45 mínútur og refluxar hana svo í 1 og hálfan tíma við 130°C hita í olíubaði
*þú sigtar pastað þitt með BÜCHNER trekt

Já, það er hreinlega allt brjálað að gera hjá mér... get svo svarið að bara verklegi hlutinn er 100% nám! Best að henda sér í skýrslugerð...