miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Þú veist að þú ert búin/nn að vera of mikið í verklegri efnafræði þegar:

*þú bakar smákökur, vigtar þær svo og reiknar út heimturnar miðað við mól af hveiti sem voru notuð og hendir kökunum svo í ruslið
*þér finnst alveg agalegt að hafa ekki eimað vatn og aceton við hendina til að skola leirtauið eftir uppvask
*þú klæðist hlífðargleraugum, hanska og slopp við að spæla egg, helst inni í stinkskáp
*þú notar litlar spatúlur í staðinn fyrir teskeiðar
*þú sest niður til að horfa á sjónvarpið eða fara í tölvuna og það fyrsta sem þú hugsar þegar þú horfir á skjáinn er: ,,Af hverju eru UV-VIS rófin mín ekki á skjánum?"
*þér finnst leiðinlegt að hellurnar á bakaraofninum séu ekki með innbyggðri segulhræru
*þig dreymir um hitasveppi sem virka
*
þú ert farin/nn að skíra glervöruna þína (Jósefína er bara víst viðeigndi nafn fyrir tvístúta suðuflösku!)
*þú hitar grænmetissúpuna þína upp í 100°C yfir 45 mínútur og refluxar hana svo í 1 og hálfan tíma við 130°C hita í olíubaði
*þú sigtar pastað þitt með BÜCHNER trekt

Já, það er hreinlega allt brjálað að gera hjá mér... get svo svarið að bara verklegi hlutinn er 100% nám! Best að henda sér í skýrslugerð...